Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2024 18:46 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að mögulega sé stutt í mótefni við RS-veirunni. Vísir/Sigurjón Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. RS-veiran leggst á öndunarveg og getur verið þung fyrir fyrirbura og ung börn. Sýkingin gengur oftast yfir á einni viku og algeng einkenni eru hnerri, nefrennsli, hitavella og þurr hósti. Þá getur veiran valdið berkju- og lungnabólgu í börnum yngri en eins árs. „Tilfinningin er að þetta sé ansi harður faraldur í ár. Bæði mörg börn sem eru að veikjast og þau eru að fá ansi mikil einkenni. Það eru nokkur börn sem hafa þurft að fara inn á gjörgæslu og það tekur oft langan tíma að komast í gegnum veikindin,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir veiruna leggjast þungt á börn í ár.Landspítali Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni. Nokkur Evrópuríki hafa hafið mótefnagjafir gegn veirunni og vill Valtýr að svo verði einnig á Íslandi. „Þó það komi ekki veg fyrir smit, þá dregur það verulega, allt að áttatíu prósent, úr alvarlegum veikindum,“ segir Valtýr. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er með málið til skoðunar. „Ég tek bara heilshugar undir með Valtý, þetta er mikilvægt málefni. Það er komið þetta nýja mótefni sem fékkst góð reynsla á síðasta vetur, meðal annars í Evrópu. Við erum einmitt að skoða þetta,“ segir Guðrún. Álagið á Barnaspítala hringsins er mikið vegna RS-veirunnar.Vísir/Sigurjón Málið er nokkuð langt komið og það gæti verið stutt í mótefnagjöf. Það er þó mikil flækja að koma þessu í gegnum kerfið og á endanum verður þetta ákvörðun næsta heilbrigðisráðherra. „Það er ekkert útilokað og upprunalega vorum við að hugsa um að fá þetta inn jafnvel veturinn 2025-26,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Landspítalinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
RS-veiran leggst á öndunarveg og getur verið þung fyrir fyrirbura og ung börn. Sýkingin gengur oftast yfir á einni viku og algeng einkenni eru hnerri, nefrennsli, hitavella og þurr hósti. Þá getur veiran valdið berkju- og lungnabólgu í börnum yngri en eins árs. „Tilfinningin er að þetta sé ansi harður faraldur í ár. Bæði mörg börn sem eru að veikjast og þau eru að fá ansi mikil einkenni. Það eru nokkur börn sem hafa þurft að fara inn á gjörgæslu og það tekur oft langan tíma að komast í gegnum veikindin,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir veiruna leggjast þungt á börn í ár.Landspítali Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni. Nokkur Evrópuríki hafa hafið mótefnagjafir gegn veirunni og vill Valtýr að svo verði einnig á Íslandi. „Þó það komi ekki veg fyrir smit, þá dregur það verulega, allt að áttatíu prósent, úr alvarlegum veikindum,“ segir Valtýr. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er með málið til skoðunar. „Ég tek bara heilshugar undir með Valtý, þetta er mikilvægt málefni. Það er komið þetta nýja mótefni sem fékkst góð reynsla á síðasta vetur, meðal annars í Evrópu. Við erum einmitt að skoða þetta,“ segir Guðrún. Álagið á Barnaspítala hringsins er mikið vegna RS-veirunnar.Vísir/Sigurjón Málið er nokkuð langt komið og það gæti verið stutt í mótefnagjöf. Það er þó mikil flækja að koma þessu í gegnum kerfið og á endanum verður þetta ákvörðun næsta heilbrigðisráðherra. „Það er ekkert útilokað og upprunalega vorum við að hugsa um að fá þetta inn jafnvel veturinn 2025-26,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Landspítalinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58