Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 08:00 Rayan Ait-Nouri var heitt í hamsi eftir leik. Vísir/Getty Spilaborgin hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni virðist vera að falla með látum. Liðið tapaði gegn Ipswich í gær en það var fjórði tapleikur liðsins í röð. Eftir leik gerðu leikmenn liðsins sig síðan seka um slæma hegðun. Það hefur hvorki gengið né rekið hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni síðustu vikurnar. Liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Ipswich í gær en sigurmark Ipswich kom í uppbótartíma. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil þykir sitja í afar heitu sæti og í augum margra sérfræðinga er það aðeins tímaspursmál hvenær honum verður sagt upp störfum. Það gætu hins vegar fleiri en O´Neil verið í vandræðum. Eftir tapið gegn Ipswich í gær virtist allt fara í upplauns hjá leikmönnum Úlfanna. Varnarmaðurinn Rayan Ait-Nouri virtist eiga eitthvað vantalað við liðsfélaga sinn og þurfti reynsluboltinn Craig Dawson að halda Ait-Nouri og hreinlega bera hann út af vellinum. Proper head-loss from Ait Nouri filmed by @NathanJudah. pic.twitter.com/UhIUShzDrr https://t.co/MmL6BuuKJm— HLTCO (@HLTCO) December 14, 2024 Þá lenti framherjinn Matheus Cunha í orðaskiptum við starfslið Ipswich og sást til hans ýta í andlit öryggisvarðar á vegum Ipswich sem missti gleraugun í látunum. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil var ekki ánægður með hegðun sinna manna. „Ég veit að það er pressa á þeim í augnablikinu en að gera hlutina erfiðari fyrir okkur sjálfa er óásættanlegt. Við munum vinna með Rayan innan okkar herbúða. Hann veit án þess að ræða við mig hvað mér finnst um þetta.“ Cunha setur höndina í andlit starfsmanns Ipswich.Vísir/Getty Starfsmaður Ipswich sést hér án gleraugna eftir að Cunha ýtti í andlit hans.Vísir/Getty Craig Dawson mátti hafa sig allan við að róa Rayan Ait-Nouri niður og bar hann á endanum af velli.Vísir/Getty Wolves situr í 19. sæti ensku deildarinnar og er fjórum stigum á undan botnliði og sömuleiðis fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðið mætir Leicester um næstu helgi í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni. Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni síðustu vikurnar. Liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Ipswich í gær en sigurmark Ipswich kom í uppbótartíma. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil þykir sitja í afar heitu sæti og í augum margra sérfræðinga er það aðeins tímaspursmál hvenær honum verður sagt upp störfum. Það gætu hins vegar fleiri en O´Neil verið í vandræðum. Eftir tapið gegn Ipswich í gær virtist allt fara í upplauns hjá leikmönnum Úlfanna. Varnarmaðurinn Rayan Ait-Nouri virtist eiga eitthvað vantalað við liðsfélaga sinn og þurfti reynsluboltinn Craig Dawson að halda Ait-Nouri og hreinlega bera hann út af vellinum. Proper head-loss from Ait Nouri filmed by @NathanJudah. pic.twitter.com/UhIUShzDrr https://t.co/MmL6BuuKJm— HLTCO (@HLTCO) December 14, 2024 Þá lenti framherjinn Matheus Cunha í orðaskiptum við starfslið Ipswich og sást til hans ýta í andlit öryggisvarðar á vegum Ipswich sem missti gleraugun í látunum. Knattspyrnustjórinn Gary O´Neil var ekki ánægður með hegðun sinna manna. „Ég veit að það er pressa á þeim í augnablikinu en að gera hlutina erfiðari fyrir okkur sjálfa er óásættanlegt. Við munum vinna með Rayan innan okkar herbúða. Hann veit án þess að ræða við mig hvað mér finnst um þetta.“ Cunha setur höndina í andlit starfsmanns Ipswich.Vísir/Getty Starfsmaður Ipswich sést hér án gleraugna eftir að Cunha ýtti í andlit hans.Vísir/Getty Craig Dawson mátti hafa sig allan við að róa Rayan Ait-Nouri niður og bar hann á endanum af velli.Vísir/Getty Wolves situr í 19. sæti ensku deildarinnar og er fjórum stigum á undan botnliði og sömuleiðis fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðið mætir Leicester um næstu helgi í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni.
Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira