Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 21:58 Enes Uenal fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Bournemouth í kvöld. Getty/Dan Mullan Enes Unal tryggði Bournemouth 1-1 jafntefli með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu. Aðeins þremur mínútum áður hafði Lucas Paquetá komið West Ham yfir á vítapunktinum. Vítið var dæmt fyrir hendi og eftir aðstoð myndbandsdómara. Chris Kavanagh var kallaður í skjáinn og dæmdi víti eftir að hafa skoðað atvikið sjálfur. Bournemouth átti stigið skilið en liðið átti 29 skot í leiknum þar af níu á markið. Liðið óð í færum og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Lukasz Fabianski átti stórleik og varði átta skot í marki West Ham í kvöld. Hann átti þó ekki möguleika í frábært skot Unal úr aukaspyrnunni. Leikurinn var annars bráðfjörugur þótt að mörkin hafi látið bíða eftir sér. Stigið kemur Bournemouth upp fyrir Aston Villa og upp í sjötta sæti deildarinnar. West Ham er í fjórtánda sætinu þremur stigum á eftir Manchester United sem er í sætinu fyrir ofan. Enski boltinn
Enes Unal tryggði Bournemouth 1-1 jafntefli með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu. Aðeins þremur mínútum áður hafði Lucas Paquetá komið West Ham yfir á vítapunktinum. Vítið var dæmt fyrir hendi og eftir aðstoð myndbandsdómara. Chris Kavanagh var kallaður í skjáinn og dæmdi víti eftir að hafa skoðað atvikið sjálfur. Bournemouth átti stigið skilið en liðið átti 29 skot í leiknum þar af níu á markið. Liðið óð í færum og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Lukasz Fabianski átti stórleik og varði átta skot í marki West Ham í kvöld. Hann átti þó ekki möguleika í frábært skot Unal úr aukaspyrnunni. Leikurinn var annars bráðfjörugur þótt að mörkin hafi látið bíða eftir sér. Stigið kemur Bournemouth upp fyrir Aston Villa og upp í sjötta sæti deildarinnar. West Ham er í fjórtánda sætinu þremur stigum á eftir Manchester United sem er í sætinu fyrir ofan.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti