Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. desember 2024 13:02 Hér á landi hafa ýmsir stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið fullyrt að sótt verði um inngöngu í sambandið í Noregi eftir næstu þingkosningar þar í landi sem fram fara að óbreyttu eftir rúmt ár án þess þó að færa nokkur haldbær rök fyrir þeirri fullyrðingu. Væntanlega hafa þeir þá eitthvað meiri upplýsingar um það en leiðtogi hreyfingar norskra stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið. Haft er þannig eftir Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar, í dagblaðinu Nettavisen í gær að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili, sem verður frá 2025-2029, aðspurð hvort hún héldi að til þess kæmi í fyrirsjáanlegri framtíð. Hins vegar gæti það mögulega að hennar mati orðið í kringum 2030. Það er að segja á þarnæsta kjörtímabili. Tilefni fréttarinnar var niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið InFact vann fyrir blaðið og sýnir meirihluta Norðmanna sem fyrr andvígan inngöngu í Evrópusambandið, eða 55,7% á móti 28,3% en meirihluti hefur verið á móti því að Noregur gengi í sambandið í öllum könnunum sem birtar hafa verið frá því í byrjun árs 2005. Til að mynda er meirihluti andvígur inngöngu í öllum aldurshópum. Fremur bjartsýnt mat frekar en hitt Viðbúið er að fremur sé um bjartsýnt mat af hálfu Lunde, jafnvel óskhyggju, að ræða fremur en hitt. Hún hefur þannig án efa reynt að vera eins bjartsýn og hún hefur talið unnt og líklega rúmlega það. Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að tekin verði skref í Noregi í átt að inngöngu í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð ef einhvern tímann hvað sem líður innistæðulausun fullyrðingum hér á landi. Fyrir utan niðurstöður kannana í Noregi eru flestir stjórnmálaflokkar landsins andvígir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Sömu þrír flokkar og lengi hafa verið hlynntir inngöngu eru það enn. Fyrir vikið er enginn meirihluti á norska Stórþinginu fyrir málinu. Þá eru ríkisstjórnir yfirleitt myndaðar til hægri eða vinstri sem þýðir að ekki verða myndaðar ríkisstjórnir einhuga um inngöngu í sambandið. Hitt er svo annað mál að um gamlan leik er að ræða. Þannig hefur ítrekað verið fullyrt af norskum Evrópusambandssinnum á liðnum áratugum að við Íslendingar værum á leið í Evrópusambandið á sama tíma og hérlendir stuðningsmenn inngöngu í sambandið hafa reglulega fullyrt að það sama ætti við um Norðmenn. Án alls haldbærs rökstuðnings. Hvorugt er hins vegar né hefur verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Hér á landi hafa ýmsir stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið fullyrt að sótt verði um inngöngu í sambandið í Noregi eftir næstu þingkosningar þar í landi sem fram fara að óbreyttu eftir rúmt ár án þess þó að færa nokkur haldbær rök fyrir þeirri fullyrðingu. Væntanlega hafa þeir þá eitthvað meiri upplýsingar um það en leiðtogi hreyfingar norskra stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið. Haft er þannig eftir Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar, í dagblaðinu Nettavisen í gær að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili, sem verður frá 2025-2029, aðspurð hvort hún héldi að til þess kæmi í fyrirsjáanlegri framtíð. Hins vegar gæti það mögulega að hennar mati orðið í kringum 2030. Það er að segja á þarnæsta kjörtímabili. Tilefni fréttarinnar var niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið InFact vann fyrir blaðið og sýnir meirihluta Norðmanna sem fyrr andvígan inngöngu í Evrópusambandið, eða 55,7% á móti 28,3% en meirihluti hefur verið á móti því að Noregur gengi í sambandið í öllum könnunum sem birtar hafa verið frá því í byrjun árs 2005. Til að mynda er meirihluti andvígur inngöngu í öllum aldurshópum. Fremur bjartsýnt mat frekar en hitt Viðbúið er að fremur sé um bjartsýnt mat af hálfu Lunde, jafnvel óskhyggju, að ræða fremur en hitt. Hún hefur þannig án efa reynt að vera eins bjartsýn og hún hefur talið unnt og líklega rúmlega það. Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að tekin verði skref í Noregi í átt að inngöngu í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð ef einhvern tímann hvað sem líður innistæðulausun fullyrðingum hér á landi. Fyrir utan niðurstöður kannana í Noregi eru flestir stjórnmálaflokkar landsins andvígir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Sömu þrír flokkar og lengi hafa verið hlynntir inngöngu eru það enn. Fyrir vikið er enginn meirihluti á norska Stórþinginu fyrir málinu. Þá eru ríkisstjórnir yfirleitt myndaðar til hægri eða vinstri sem þýðir að ekki verða myndaðar ríkisstjórnir einhuga um inngöngu í sambandið. Hitt er svo annað mál að um gamlan leik er að ræða. Þannig hefur ítrekað verið fullyrt af norskum Evrópusambandssinnum á liðnum áratugum að við Íslendingar værum á leið í Evrópusambandið á sama tíma og hérlendir stuðningsmenn inngöngu í sambandið hafa reglulega fullyrt að það sama ætti við um Norðmenn. Án alls haldbærs rökstuðnings. Hvorugt er hins vegar né hefur verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun