„Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. desember 2024 14:34 Líf Ásu Ninnu breyttist á einni nóttu þegar hún og þáverandi maðurinn hennar skildu. „Ég hef alltaf verið svolítill Tomboy og hef aldrei verið hrifin af því að vera í kjólum. Mamma þurfti alveg að troða mér í einhverja kjóla þegar ég var lítil, og það þurfi að semja um tíma. Mér leið bara mjög illa í kjól, og líður enn. Mér líður eins og ég kunni ekki að labba,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona. Ása Ninna er gestur Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars tískuáhugann, flutninga fjölskyldunnar á Selfossi og fjölmiðlaferilinn. Ása Ninna er annar þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni á laugardagsmorgnum, ásamt Svavar Erni Svavarssyni. Tækifærissinnuð tískuáhugakona Ása Ninna rak um árabil fataverslunina GK með þáverandi manni sínum ásamt því að hafa stofnað sitt eigið tískumerki, Eyland, sem hún segist vel geta hugsað sér að endurvekja við tækifæri. „Ég var með mikinn tískuáhuga en samt sem áður gaman að horfa til baka því ég var mjög tækifærissinnuð á þessum tíma,“ segir Ása Ninna og lýsir því hvernig hún klæddi sig upp í viðeigandi útlit fyrir hverja senu, á Maus-tónleikum var það prjónapeysa og patchouli-ilmvatn, því næst smeygði hún sér í pallíettubol og skellti sér út á land að dansa á Skímó-balli. Þrátt fyrir að hafa haft mikinn áhuga á tísku alla ævi, er Ása Ninna að eigin sögn engin kjólakona, og lýsir sjálfi sér sem strákastelpu þegar kemur að klæðaburði (e. tomboy). Sem barn samdi hún gjarnan við mömmu sína um hve mikinn tíma hún neyddist að klæðast kjól á jólunum og beið spennt eftir að komast í ný náttföt. Lífið breyttist á einni nóttu Það má greina að Ása Ninna er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu er ein af þeim sem skapar sér tækifæri. „Ég bý mér til vinnu; ef mig langar að gera eitthvað þá finn ég út hvernig geti gert það.“ Nú síðast var það dagskrágerð og sér í lagi þættir um ástina sem hafa átt hug Ásu Ninnu síðastliðin ár, má þar nefna Fyrsta blikið og Sveitarómantík sem sýndir voru á Stöð 2. „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ segir Ása Ninna og hlær við spurningunni um hvort karakterinn Carrie Bradshaw, úr hinum geysivinsælu þáttum, Beðmál í borginni, hafi verið henni innblástur. „Þegar ég skildi þá breyttist bara lífið á einni nóttu, ég þurfti aldeilis að vinda stoltið mitt og egó - og byrja upp á nýtt,“ segir Ása Ninna. Hún segist hafa upplifað stefnumótasenuna öðruvísi hér á landi en erlendis og fann að fólk var sólgið í fróðleik og afþreyingu tengda tilhugalífinu. „Ég fór að skrifa niður sögur, pælingar, sanka að mér sögum og þá sá ég að þarna var ég með eitthvað spennandi í höndunum,“ segir Ása sem sökkti sér í rannsóknarvinnu samhliða því að finna jafnvægi í einkalífinu, einhleyp með tvö börn. „Þarna stökk ég alveg í djúpu laugina og fór í fyrsta sinn í sjónvarp. Ég hef alltaf litið á þetta sem mannlífsþátt, ekki stefnumótunar. Ég tel það vera algjör forréttindi að fá að miðla sögum fólks, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Ása Ninna er gestur Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars tískuáhugann, flutninga fjölskyldunnar á Selfossi og fjölmiðlaferilinn. Ása Ninna er annar þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni á laugardagsmorgnum, ásamt Svavar Erni Svavarssyni. Tækifærissinnuð tískuáhugakona Ása Ninna rak um árabil fataverslunina GK með þáverandi manni sínum ásamt því að hafa stofnað sitt eigið tískumerki, Eyland, sem hún segist vel geta hugsað sér að endurvekja við tækifæri. „Ég var með mikinn tískuáhuga en samt sem áður gaman að horfa til baka því ég var mjög tækifærissinnuð á þessum tíma,“ segir Ása Ninna og lýsir því hvernig hún klæddi sig upp í viðeigandi útlit fyrir hverja senu, á Maus-tónleikum var það prjónapeysa og patchouli-ilmvatn, því næst smeygði hún sér í pallíettubol og skellti sér út á land að dansa á Skímó-balli. Þrátt fyrir að hafa haft mikinn áhuga á tísku alla ævi, er Ása Ninna að eigin sögn engin kjólakona, og lýsir sjálfi sér sem strákastelpu þegar kemur að klæðaburði (e. tomboy). Sem barn samdi hún gjarnan við mömmu sína um hve mikinn tíma hún neyddist að klæðast kjól á jólunum og beið spennt eftir að komast í ný náttföt. Lífið breyttist á einni nóttu Það má greina að Ása Ninna er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu er ein af þeim sem skapar sér tækifæri. „Ég bý mér til vinnu; ef mig langar að gera eitthvað þá finn ég út hvernig geti gert það.“ Nú síðast var það dagskrágerð og sér í lagi þættir um ástina sem hafa átt hug Ásu Ninnu síðastliðin ár, má þar nefna Fyrsta blikið og Sveitarómantík sem sýndir voru á Stöð 2. „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ segir Ása Ninna og hlær við spurningunni um hvort karakterinn Carrie Bradshaw, úr hinum geysivinsælu þáttum, Beðmál í borginni, hafi verið henni innblástur. „Þegar ég skildi þá breyttist bara lífið á einni nóttu, ég þurfti aldeilis að vinda stoltið mitt og egó - og byrja upp á nýtt,“ segir Ása Ninna. Hún segist hafa upplifað stefnumótasenuna öðruvísi hér á landi en erlendis og fann að fólk var sólgið í fróðleik og afþreyingu tengda tilhugalífinu. „Ég fór að skrifa niður sögur, pælingar, sanka að mér sögum og þá sá ég að þarna var ég með eitthvað spennandi í höndunum,“ segir Ása sem sökkti sér í rannsóknarvinnu samhliða því að finna jafnvægi í einkalífinu, einhleyp með tvö börn. „Þarna stökk ég alveg í djúpu laugina og fór í fyrsta sinn í sjónvarp. Ég hef alltaf litið á þetta sem mannlífsþátt, ekki stefnumótunar. Ég tel það vera algjör forréttindi að fá að miðla sögum fólks, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira