Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2024 13:03 Theodór Francis biður pör um að setja sig í spor hver annarra. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk í parasamböndum til þess að hafa í huga hver tilgangurinn sé með því að gagnrýna. Hann segir að fyrir sér snúist gagnrýni um að rýna til gagns en ekki um að ná höggstað á þeim sem gagnrýnin beinist gegn. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Þar hvetur Theodór fólk til þess að fara sér hægar um jólin, um sé að ræða gríðarlega streituvaldandi tíma. Hann segir að gagnrýni í dag snúist of oft um aðfinnslur gegn einstaklingum og það eigi við um parasambönd, vináttur og vinnustaði. Hvernig myndi maður sjálfur vilja heyra þetta „Þetta fer svolítið eftir því ekki síst hvernig við ætlum að gagnrýna og hver er tilgangurinn með því að gagnrýna. Ef tilgangurinn er bara að koma höggi á hinn aðilann þá þurfum við að spá í bíddu af hverju viljum við koma höggi á hinn aðilann?“ Theodór segir að hann hafi alltaf litið svo á að gagnrýni snúist um að rýna til gagns. „En gagnrýni eins og hún birtist í dag er oft bara aðfinnslur á jafnvel karakter einstaklings, ekki á það sem hann er að gera.“ Hann nefnir skáldað dæmi um bílastæði heima hjá sér, ef hann yrði að gagnrýna eiginkonu sína fyrir lagningu bíls hennar. „Ef ég ætla að tala um það við hana og ætla að rýna í það til gagns, þá myndi ég á hlýjan og notalegan hátt segja henni að mér þætti svo vænt um ef minn bíll kæmist líka inn á bílastæðið. Mér myndi finnast það vera gagn-rýni.“ Theodór segir mikilvægt að hugsa um það hvernig maður myndi sjálfur vilja heyra gagnrýni. „Hvernig myndi ég vilja að maki minn myndi biðja mig um að breyta einhverjum hlutum? Hvaða aðferðir vil ég að minn maki noti til þess að fá mig til að breyta einhverjum hlutum?“ Algengt að sumir heyri aldrei það góða Hann bendir á að öllum finnist óþægilegt að vera gagnrýndir, það sé í eðli mannsins. Hann segir það afar algengt þegar hann fái fólk í ráðgjöf til sín að það hnussi þegar maki þeirra nefnir ástæður sem honum þyki jákvæðir í fari þeirra. Það sé erfitt. „Þá er ekki ólíklegt að sami aðili stórefist sjálfur eða sjálf um eigið ágæti. Sem er mjög algengt, að einstaklingar eru ekki með sjálfsmatið sitt og sjálfsvirðingu sína á réttum stað.“ Theodór segir mikilvægt að muna að enginn sé fullkominn. Mikilvægt sé að finna fyrir þakklæti fyrir makann og annað fólk í lífi manns. „Maður þarf að velja baráttur. Og maður þarf líka að minna sig á og það gildir bæði í parasambandi, vinnustað og í vináttu, er ég þakklátur fyrir þann einstakling sem ég er að takast á við í það skiptið?“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Þar hvetur Theodór fólk til þess að fara sér hægar um jólin, um sé að ræða gríðarlega streituvaldandi tíma. Hann segir að gagnrýni í dag snúist of oft um aðfinnslur gegn einstaklingum og það eigi við um parasambönd, vináttur og vinnustaði. Hvernig myndi maður sjálfur vilja heyra þetta „Þetta fer svolítið eftir því ekki síst hvernig við ætlum að gagnrýna og hver er tilgangurinn með því að gagnrýna. Ef tilgangurinn er bara að koma höggi á hinn aðilann þá þurfum við að spá í bíddu af hverju viljum við koma höggi á hinn aðilann?“ Theodór segir að hann hafi alltaf litið svo á að gagnrýni snúist um að rýna til gagns. „En gagnrýni eins og hún birtist í dag er oft bara aðfinnslur á jafnvel karakter einstaklings, ekki á það sem hann er að gera.“ Hann nefnir skáldað dæmi um bílastæði heima hjá sér, ef hann yrði að gagnrýna eiginkonu sína fyrir lagningu bíls hennar. „Ef ég ætla að tala um það við hana og ætla að rýna í það til gagns, þá myndi ég á hlýjan og notalegan hátt segja henni að mér þætti svo vænt um ef minn bíll kæmist líka inn á bílastæðið. Mér myndi finnast það vera gagn-rýni.“ Theodór segir mikilvægt að hugsa um það hvernig maður myndi sjálfur vilja heyra gagnrýni. „Hvernig myndi ég vilja að maki minn myndi biðja mig um að breyta einhverjum hlutum? Hvaða aðferðir vil ég að minn maki noti til þess að fá mig til að breyta einhverjum hlutum?“ Algengt að sumir heyri aldrei það góða Hann bendir á að öllum finnist óþægilegt að vera gagnrýndir, það sé í eðli mannsins. Hann segir það afar algengt þegar hann fái fólk í ráðgjöf til sín að það hnussi þegar maki þeirra nefnir ástæður sem honum þyki jákvæðir í fari þeirra. Það sé erfitt. „Þá er ekki ólíklegt að sami aðili stórefist sjálfur eða sjálf um eigið ágæti. Sem er mjög algengt, að einstaklingar eru ekki með sjálfsmatið sitt og sjálfsvirðingu sína á réttum stað.“ Theodór segir mikilvægt að muna að enginn sé fullkominn. Mikilvægt sé að finna fyrir þakklæti fyrir makann og annað fólk í lífi manns. „Maður þarf að velja baráttur. Og maður þarf líka að minna sig á og það gildir bæði í parasambandi, vinnustað og í vináttu, er ég þakklátur fyrir þann einstakling sem ég er að takast á við í það skiptið?“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira