Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 16:02 Levi Colwill hjá Chelsea lenti í smá útistöðum við leikmenn Everton á leiknum á Goodison Park í dag. Getty/Carl Recine Átta leikja sigurganga Chelsea í öllum keppnum endaði á Goodison Park í dag og Úlfarnir byrja mjög vel undir stjórn nýja stjórans síns Vitor Pereira. Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Everton og Chelsea gerðu markalaust jafnteli í Liverpool alveg eins og var niðurstaðan í leik Fulham og Southampton í London. Wolves vann aftur á móti 3-0 útisigur á Leicester. Chelsea átti möguleika á því að taka toppsætið af Liverpool með sigri en eru eftir þetta jafntefli sitt einu stigi á eftir toppliði deildarinnar. Liverpool á tvo leiki inni á Chelsea og annar þeirra er á móti Tottenham á eftir. Chelsea hafði unnið fimm síðustu deildarleiki sína og náð með því að minnka forskot Liverpool. Það gæti aukist aftur á eftir. Chelsea byrjaði leikinn betur og Nicolas Jackson fékk góð færi í fyrri hálfleiknum en Everton óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Það var blaut og vindasamt á meðan leiknum stóð og það gerði liðunum lífið leitt í annars frekar bragðdaufum leik. Wolves byrjar vel undir stjórn Vitor Pereira en liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum undir hans stjórn. Það varð síðan niðurstaðan í þessum 3-0 útisigri á Leicester. Goncalo Guedes skoraði fyrsta markið á 19. mínútu, Rodrigo Gomes bætti við öðru marki á 36. mínútu og Matheus Cunha skoraði það þriðja á 44. mínútu eftir stoðsendingu frá Goncalo Guedes. Enski boltinn
Átta leikja sigurganga Chelsea í öllum keppnum endaði á Goodison Park í dag og Úlfarnir byrja mjög vel undir stjórn nýja stjórans síns Vitor Pereira. Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Everton og Chelsea gerðu markalaust jafnteli í Liverpool alveg eins og var niðurstaðan í leik Fulham og Southampton í London. Wolves vann aftur á móti 3-0 útisigur á Leicester. Chelsea átti möguleika á því að taka toppsætið af Liverpool með sigri en eru eftir þetta jafntefli sitt einu stigi á eftir toppliði deildarinnar. Liverpool á tvo leiki inni á Chelsea og annar þeirra er á móti Tottenham á eftir. Chelsea hafði unnið fimm síðustu deildarleiki sína og náð með því að minnka forskot Liverpool. Það gæti aukist aftur á eftir. Chelsea byrjaði leikinn betur og Nicolas Jackson fékk góð færi í fyrri hálfleiknum en Everton óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Það var blaut og vindasamt á meðan leiknum stóð og það gerði liðunum lífið leitt í annars frekar bragðdaufum leik. Wolves byrjar vel undir stjórn Vitor Pereira en liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum undir hans stjórn. Það varð síðan niðurstaðan í þessum 3-0 útisigri á Leicester. Goncalo Guedes skoraði fyrsta markið á 19. mínútu, Rodrigo Gomes bætti við öðru marki á 36. mínútu og Matheus Cunha skoraði það þriðja á 44. mínútu eftir stoðsendingu frá Goncalo Guedes.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti