Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2024 11:34 Því yngri sem börn eru, því verri einkenni fá þau ef þau sýkjast af RS-veirunni. Vísir/Vilhelm Sex börn liggja inni á Barnaspítala hringsins vegna RS-veirusýkingar. Læknir á spítalanum segir að langt sé í land hvað varðar faraldurinn þennan veturinn. Hann biðlar til fólks að fara varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðum. RS-veiran hefur lagst þungt á landann þennan veturinn. Fleiri börn hafa verið að veikjast en venjulega og þau fengið meiri einkenni. Nokkur börn hafa verið lögð inn á gjörgæslu með sýkingu. Veiran leggst á öndunarveg þeirra sem smitast og getur valdið berkju- og lungnabólgu, sérstaklega í börnum yngri en eins árs. Sindri Valdimarsson, læknir á Barnaspítalanum, segir mikið álag á starfsfólki spítalans þessa dagana. RS-veiran og fleiri pestir hrjái marga. „Þetta er því miður jólagjöfin okkar hvert einasta ár. Börnin sem leggjast inn þurfa þá oftast aðstoð með næringu, annað hvort með sondu eða í æð, eða þau sem þurfa aðstoð með súrefni,“ segir Sindri. Faraldurinn gengur hér yfir á hverju ári. Sindri segir langt í land í þetta sinn, faraldurinn sé nýhafinn. „Við búumst við því að þessi sýking verði töluvert ríkjandi af þeim sem koma til okkar í margar vikur í viðbót. Það getur alveg verið í einn til tvo mánuði í viðbót. Þannig það er mikilvægt að passa eins vel og hægt er eigin smitvarnir og ekki að smita nýfædd börn af kvefi í jólaboðunum. Fara sérstaklega varlega í kringum nýfædd börn,“ segir Sindri. Sóttvarnayfirvöld eru með til skoðunar nýtt mótefni gegn RS-veirunni. Frá og með næsta vetri gætu nýfædd börn fengið mótefnið sem góð reynsla er af í öðrum Evrópuríkjum. Með því sé hægt að koma í veg fyrir allt að áttatíu prósent af alvarlegum veikindum og innlögnum barna sem fá veiruna. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
RS-veiran hefur lagst þungt á landann þennan veturinn. Fleiri börn hafa verið að veikjast en venjulega og þau fengið meiri einkenni. Nokkur börn hafa verið lögð inn á gjörgæslu með sýkingu. Veiran leggst á öndunarveg þeirra sem smitast og getur valdið berkju- og lungnabólgu, sérstaklega í börnum yngri en eins árs. Sindri Valdimarsson, læknir á Barnaspítalanum, segir mikið álag á starfsfólki spítalans þessa dagana. RS-veiran og fleiri pestir hrjái marga. „Þetta er því miður jólagjöfin okkar hvert einasta ár. Börnin sem leggjast inn þurfa þá oftast aðstoð með næringu, annað hvort með sondu eða í æð, eða þau sem þurfa aðstoð með súrefni,“ segir Sindri. Faraldurinn gengur hér yfir á hverju ári. Sindri segir langt í land í þetta sinn, faraldurinn sé nýhafinn. „Við búumst við því að þessi sýking verði töluvert ríkjandi af þeim sem koma til okkar í margar vikur í viðbót. Það getur alveg verið í einn til tvo mánuði í viðbót. Þannig það er mikilvægt að passa eins vel og hægt er eigin smitvarnir og ekki að smita nýfædd börn af kvefi í jólaboðunum. Fara sérstaklega varlega í kringum nýfædd börn,“ segir Sindri. Sóttvarnayfirvöld eru með til skoðunar nýtt mótefni gegn RS-veirunni. Frá og með næsta vetri gætu nýfædd börn fengið mótefnið sem góð reynsla er af í öðrum Evrópuríkjum. Með því sé hægt að koma í veg fyrir allt að áttatíu prósent af alvarlegum veikindum og innlögnum barna sem fá veiruna.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46