Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 12:21 Baldvin Oddsson, lengst til hægri, þykir afburða trompetleikari. Hér er hann með þekktum trompetleikara og hljómsveitarstjóra eftir vel heppnaða tónleika á erlendri grundu. Baldvin Oddsson Baldvin Oddsson, framkvæmdastjóri bandaríska sprotafyrirtækisins The Musicians Club, sagði upp 99 starfsmönnum á einu bretti vegna þess að þeir mættu ekki á morgunfund. Þeir ellefu sem mættu á fundinn fengu að halda starfinu. Þetta kom fram í tilkynningu sem Baldvin sendi starfsfólki sínu. Þessi skilaboð hans hafa verið til umfjöllunar í The Economic Times, en Heimildin fjallar einnig um málið í dag. Í grein Economic Times segir að Baldvin hafi tekið þessa ákvörðun 15. nóvember síðastliðinn. Þá segir að þeir sem misstu vinnuna hafi að mestu leyti verið starfsnemar í fjarvinnu og starfsmenn sem unnu launalaust. Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin Þess má geta að The Musicians Club sérhæfir sig í sölu hljóðfæra og annarra muna sem hljóðfæraleikarar gætu þurft á að halda. Stendur keikur með ákvörðuninni Í færslu á samfélagsmiðlinum LinkedIn hefur Baldvin brugðist við viðbrögðum ákvörðunnar sinnar. Hann segist bæði hafa fengið góða og slæma athygli. Hann segist standa með ákvörðun sinni. „Á meðan einhverjir reyndu að „slaufa“ mér, hefur það algjörlega snúist í höndunum á þeim. Umferð um síðuna okkar hefur risið upp í 20 þúsund áhorf, sölur hafa aldrei verið meiri, og okkur berast hundruð umsókna á hverjum degi,“ segir Baldvin í færslunni. Jafnframt segist hann hafa fengið margar beiðnir frá forstjórum og mikilsvirtum dagblöðum sem óska eftir að ná tali af honum. „Ég stend með ákvörðunum mínum og þeim gildum sem við byggjum á. Að reka þessa einstaklinga var rétt ákvörðun fyrir félag, og við erum sterkari nokkru sinni,“ skrifar Baldvin sem þakkar þeim sem hafa stutt hann í gegnum þessa vegferð. „Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni“ Baldvin Oddsson vakti athygli á árum áður sem trompetleikari, og þótti gríðarlega góður og efnilegur sem slíkur. Tónlistargagnrýndandinn Jónas Sen fór fögrum orðum um hann í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015, en þá var Baldvin einleikari. „Hann er ungur að árum en spilaði eins og engill. Leikur hans var ótrúlega hreinn og fallega mótaður. Hann var fullkomlega áreynslulaus og vandaður. Hröð tónahlaup voru fumlaus og jöfn, trillur svo skýrar að maður dáðist að. Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni, það er alveg ljóst,“ skrifaði Jónas um Baldvin á sínum tíma. Trompetið virðist aldrei langt undan hjá Baldvini sem beinir kröftum sínum helst að viðskiptum þessi dægrin. Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Þetta kom fram í tilkynningu sem Baldvin sendi starfsfólki sínu. Þessi skilaboð hans hafa verið til umfjöllunar í The Economic Times, en Heimildin fjallar einnig um málið í dag. Í grein Economic Times segir að Baldvin hafi tekið þessa ákvörðun 15. nóvember síðastliðinn. Þá segir að þeir sem misstu vinnuna hafi að mestu leyti verið starfsnemar í fjarvinnu og starfsmenn sem unnu launalaust. Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin Þess má geta að The Musicians Club sérhæfir sig í sölu hljóðfæra og annarra muna sem hljóðfæraleikarar gætu þurft á að halda. Stendur keikur með ákvörðuninni Í færslu á samfélagsmiðlinum LinkedIn hefur Baldvin brugðist við viðbrögðum ákvörðunnar sinnar. Hann segist bæði hafa fengið góða og slæma athygli. Hann segist standa með ákvörðun sinni. „Á meðan einhverjir reyndu að „slaufa“ mér, hefur það algjörlega snúist í höndunum á þeim. Umferð um síðuna okkar hefur risið upp í 20 þúsund áhorf, sölur hafa aldrei verið meiri, og okkur berast hundruð umsókna á hverjum degi,“ segir Baldvin í færslunni. Jafnframt segist hann hafa fengið margar beiðnir frá forstjórum og mikilsvirtum dagblöðum sem óska eftir að ná tali af honum. „Ég stend með ákvörðunum mínum og þeim gildum sem við byggjum á. Að reka þessa einstaklinga var rétt ákvörðun fyrir félag, og við erum sterkari nokkru sinni,“ skrifar Baldvin sem þakkar þeim sem hafa stutt hann í gegnum þessa vegferð. „Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni“ Baldvin Oddsson vakti athygli á árum áður sem trompetleikari, og þótti gríðarlega góður og efnilegur sem slíkur. Tónlistargagnrýndandinn Jónas Sen fór fögrum orðum um hann í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015, en þá var Baldvin einleikari. „Hann er ungur að árum en spilaði eins og engill. Leikur hans var ótrúlega hreinn og fallega mótaður. Hann var fullkomlega áreynslulaus og vandaður. Hröð tónahlaup voru fumlaus og jöfn, trillur svo skýrar að maður dáðist að. Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni, það er alveg ljóst,“ skrifaði Jónas um Baldvin á sínum tíma. Trompetið virðist aldrei langt undan hjá Baldvini sem beinir kröftum sínum helst að viðskiptum þessi dægrin.
Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent