Útsalah á mörkum í Lundúnum Siggeir Ævarsson skrifar 22. desember 2024 16:01 Mohamed Salah og Luis Díaz skoruðu tvö mörk hvor í dag og þá lagði Salah upp tvö mörk vísir/Getty Tottenham tók á móti toppliði Liverpool í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en gestirnir léku heimamenn sundur og saman á löngum köflum. Vörn Tottenham virkaði bæði ósannfærandi og óörugg og var liðið í algjörri nauðvörn trekk í trekk. Gestirnir hefðu hæglega getað skorað töluvert fleiri mörk en létu sex duga. Heimamenn klóruðu aðeins í bakkann og breyttu stöðunni úr 1-5 í 3-5 en fengu svo sjötta markið í andlitið skömmu seinna. Það var svo sem ekkert hægt að kvarta yfir sóknarleik Tottenham í dag, þrjú mörk ættu að duga til sigurs í flestum leikjum, en þegar vörnin er hriplek duga þrjú mörk skammt. Mohammed Salah var að öðrum ólöstuðum langbesti leikmaður vallarins í dag, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. Ótrúlegt tímabil hjá Salah hingað til en hann er kominn með 15 mörk í 16 leikjum og ellefu stoðsendingar ofan á það. Lokatölur í Lundúnum 3-6 og Liverpool-menn sitja aleinir í toppsæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Chelsea og eiga leik til góða. Enski boltinn
Tottenham tók á móti toppliði Liverpool í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en gestirnir léku heimamenn sundur og saman á löngum köflum. Vörn Tottenham virkaði bæði ósannfærandi og óörugg og var liðið í algjörri nauðvörn trekk í trekk. Gestirnir hefðu hæglega getað skorað töluvert fleiri mörk en létu sex duga. Heimamenn klóruðu aðeins í bakkann og breyttu stöðunni úr 1-5 í 3-5 en fengu svo sjötta markið í andlitið skömmu seinna. Það var svo sem ekkert hægt að kvarta yfir sóknarleik Tottenham í dag, þrjú mörk ættu að duga til sigurs í flestum leikjum, en þegar vörnin er hriplek duga þrjú mörk skammt. Mohammed Salah var að öðrum ólöstuðum langbesti leikmaður vallarins í dag, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. Ótrúlegt tímabil hjá Salah hingað til en hann er kominn með 15 mörk í 16 leikjum og ellefu stoðsendingar ofan á það. Lokatölur í Lundúnum 3-6 og Liverpool-menn sitja aleinir í toppsæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Chelsea og eiga leik til góða.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti