Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 11:31 Michael van Gerwen og Luke Littler eru tveir af vinsælustu spilurunum á HM í pílu. Báðir litríkir karakterar og frábærir spilarar. Getty/Alex Pantling/James Fearn Hollendingurinn Michael van Gerwen komst auðveldlega áfram í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í gærkvöldi en í kvöld er komið að hinum unga og vinsæla Luke Littler. Pressan hefur vanalega verið hvað mest á Van Gerwen fyrir HM í pílukasti enda er hann þrefaldur heimsmeistari. Núna er minna verið að spá í honum en þeim mun meira í hinum sautján ára gamla Littler. Eftir sigur sinn var Van Gerwen spurður að því hvort hann ætlaði að horfa á leikinn hjá Littler í kvöld. „Nei eiginlega ekki. Ég sé hann í hverri viku af hverju ætti ég að hafa áhuga á því,“ sagði Van Gerwen á blaðamannafundi. Sky Sports segir frá. „Við hvern er hann að spila,“ spurði Van Gerwen og svarið var Ryan Meikle. „Ryan Meikle er góður spilari en Luke er miklu sigurstranglegri í leiknum. Ryan spilar frekar hægt þannig að það gæti kannski eitthvað óvænt gerst,“ sagði Van Gerwen. „Hann yrði ekki sá fyrsti til að tapa óvænt í fyrstu umferðinni,“ sagði Van Gerwen og glotti enda að stríða bresku blaðamönnunum í salnum. „Auðvitað býst ég við því að Luke vinni. Það er frábært hvað hann hefur gert fyrir pílukastíþróttina og hann er stórkostlegur,“ sagði Van Gerwen. Þótt að Van Gerwen ætli ekki að horfa þá munu örugglega margir vera límdir við sjónvarpsskjáinn enda mikil spenna fyrir Littler á mótinu. Útsendingin frá seinni hluta sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 18.55 en viðureign Ryan Meikle og Luke Littler er númer þrjú á kvöldinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Pílukast Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Pressan hefur vanalega verið hvað mest á Van Gerwen fyrir HM í pílukasti enda er hann þrefaldur heimsmeistari. Núna er minna verið að spá í honum en þeim mun meira í hinum sautján ára gamla Littler. Eftir sigur sinn var Van Gerwen spurður að því hvort hann ætlaði að horfa á leikinn hjá Littler í kvöld. „Nei eiginlega ekki. Ég sé hann í hverri viku af hverju ætti ég að hafa áhuga á því,“ sagði Van Gerwen á blaðamannafundi. Sky Sports segir frá. „Við hvern er hann að spila,“ spurði Van Gerwen og svarið var Ryan Meikle. „Ryan Meikle er góður spilari en Luke er miklu sigurstranglegri í leiknum. Ryan spilar frekar hægt þannig að það gæti kannski eitthvað óvænt gerst,“ sagði Van Gerwen. „Hann yrði ekki sá fyrsti til að tapa óvænt í fyrstu umferðinni,“ sagði Van Gerwen og glotti enda að stríða bresku blaðamönnunum í salnum. „Auðvitað býst ég við því að Luke vinni. Það er frábært hvað hann hefur gert fyrir pílukastíþróttina og hann er stórkostlegur,“ sagði Van Gerwen. Þótt að Van Gerwen ætli ekki að horfa þá munu örugglega margir vera límdir við sjónvarpsskjáinn enda mikil spenna fyrir Littler á mótinu. Útsendingin frá seinni hluta sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 18.55 en viðureign Ryan Meikle og Luke Littler er númer þrjú á kvöldinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Pílukast Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira