Enski boltinn

Guardiola: Við erum í vand­ræðum með að skora

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola áhyggjufullur á hliðarlínunni á Villa Park í dag.
Pep Guardiola áhyggjufullur á hliðarlínunni á Villa Park í dag. Getty/Shaun Botterill

Pep Guardiola horfði upp á sína menn tapa í sjötta sinn í síðustu átta deildarleikjum þegar liðið tapaði 2-1 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Guardiola reyndi þó að horfa á jákvæðu hlutina eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi en sá síðari lengstum hrein hörmung.

„Við áttum virkilega góðan fyrri hálfleik en duttum niður í þeim síðari,“ sagði Guardiola við TNT.

„Við þurftum að breyta pressunni af því að John [Stones] gat ekki haldið áfram. Til hamingju Aston Villa en við verðum bara að halda áfram,“ sagði Guardiola.

„Þeir eru svo sterkir í miðri vörninni. Við áttum góða kafla og fengum færi. Við fengum fleiri færi en í [Manchester] United leiknum en í seinni hálfleik þá misstum við dampinn og pressan okkar var ekki nægilega góð,“ sagði Guardiola.

„Við erum í vandræðum með að skora og erum að fá á okkur mörk,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×