„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 13:22 Kristrún Frostadóttir og Bjarni Benediktsson í Stjórnarráðinu. Vísir/Viktor Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. „Hér hefur mér liðið vel,“ sagði Bjarni. Hann sagðist hafa fengið góðan stuðning frá starfsfólki og var viss um að hún myndi fá hann einnig. „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér,“ sagði Bjarni. „Ég vona að þú náir góðum árangri fyrir land og þjóð.“ Kristrún þakkaði fyrir sig og þakkaði Bjarna fyrir góð störf hans undanfarin ár og í fyrrverandi ríkisstjórnum. Eftir afhendinguna sagði Kristrún tilfinninguna góða. Hún væri meðvituð um að mikið þyrfti að gera. „Fyrstu verkefnin verða að taka hring, heilsa upp á starfsfólk og fá tilfinningu fyrir teyminu sem ég er að fara að vinna með,“ sagði Kristrún. Hún sagði skipuleggja þyrfti fyrsta ríkisstjórnarfundinn og fara yfir verkaskiptingu út frá stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Svo hrindum við mikilvægustu verkefnunum í gang í ráðuneytunum.“ Bjarni sagðist hafa verið nógu lengi í pólitík til að skilja gangverk stjórnmála. Hann hefði kallað til nýafstaðinna kosninga og það væri í hlutarins eðli að breytingar gætu átt sér stað. „Nú er komið að þessari stund. Nú hafa flokkar sem fara sameiginlega með meirihluta á þingi ákveðið að starfa saman og af því að leiðir að það verða hér valdaskipti í stjórnarráðinu. Jájá. Það eru talsverð tímamót fyrir mig. Ég hef verið í ólíkum ráðherraembættum frá 2013 en lít mjög stoltur um öxl,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist einnig ekkert hafa pælt í því hvort hann myndi halda nýársávarp eða ekki. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
„Hér hefur mér liðið vel,“ sagði Bjarni. Hann sagðist hafa fengið góðan stuðning frá starfsfólki og var viss um að hún myndi fá hann einnig. „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér,“ sagði Bjarni. „Ég vona að þú náir góðum árangri fyrir land og þjóð.“ Kristrún þakkaði fyrir sig og þakkaði Bjarna fyrir góð störf hans undanfarin ár og í fyrrverandi ríkisstjórnum. Eftir afhendinguna sagði Kristrún tilfinninguna góða. Hún væri meðvituð um að mikið þyrfti að gera. „Fyrstu verkefnin verða að taka hring, heilsa upp á starfsfólk og fá tilfinningu fyrir teyminu sem ég er að fara að vinna með,“ sagði Kristrún. Hún sagði skipuleggja þyrfti fyrsta ríkisstjórnarfundinn og fara yfir verkaskiptingu út frá stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Svo hrindum við mikilvægustu verkefnunum í gang í ráðuneytunum.“ Bjarni sagðist hafa verið nógu lengi í pólitík til að skilja gangverk stjórnmála. Hann hefði kallað til nýafstaðinna kosninga og það væri í hlutarins eðli að breytingar gætu átt sér stað. „Nú er komið að þessari stund. Nú hafa flokkar sem fara sameiginlega með meirihluta á þingi ákveðið að starfa saman og af því að leiðir að það verða hér valdaskipti í stjórnarráðinu. Jájá. Það eru talsverð tímamót fyrir mig. Ég hef verið í ólíkum ráðherraembættum frá 2013 en lít mjög stoltur um öxl,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist einnig ekkert hafa pælt í því hvort hann myndi halda nýársávarp eða ekki.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira