Körfubolti

Fimm töp í röð hjá Elvari og fé­lögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson skoraði átta stig í leiknum í dag sem var á móti einu besta liði deildarinnar.
Elvar Már Friðriksson skoraði átta stig í leiknum í dag sem var á móti einu besta liði deildarinnar. Vísir / Anton Brink

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Maroussi verða í fallsæti yfir jólin eftir tap í dag.

Maroussi tapaði með tólf stiga mun á móti sterku liði Olympiacos, 106-94, eftir að hafa verið níu stigum undir í hálfleik.

Elvar með átta stig og eina stoðsendingu á fimmtán spiluðum mínútum í leiknum en hann hitti úr þremur af fimm skotum sínum.

Olympiacos fór á toppinn með þessum sigri en liðið hefur unnið tíu af ellefu leikjum.

Maroussi hefur nú tapað fimm leikjum í röð í deildinni og situr í ellefta sæti af tólf liðum með aðeins tvo sigra í ellefu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×