Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. desember 2024 19:02 Lina Soulouko hefur áður starfað fyrir „fótboltafjölskylduna“ sem Nottingham Forest er hluti af. Nottingham Forest hefur ráðið nýjan forstjóra, eftir tæp tvö ár án slíks. Lina Soulouko mun taka við starfinu en henni var bolað burt af mikilli reiði úr framkvæmdastjórastarfi hjá Roma í haust. Forest hefur ekki haft forstjóra síðan í janúar 2023, þegar Dane Murphy lét af störfum. Eigandi félagsins Evangelos Marinakis fór á kunnuglegar slóðir í leit að eftirmanni hans. Hann hefur áður unnið með Linu Souloukou og líkað vel. Hún byrjaði sem lögfræðingur en vann sig fljótt upp í framkvæmdastjórn hjá félagi Marinakis, sem á gríska liðið Olympiacos, portúgalska liðið Rio Ave og auðvitað Nottingham Forest, sem leikur í ensku úrvaldsdeildinni. Marinakis hefur einnig augastað á brasilíska félaginu Vasco de Gama og er í samningaviðræðum um kaup. Souloukou mun koma eitthvað að rekstri allra félaganna og veita ráðgjöf, en aðallega einbeita sér að Nottingham Forest. Hún hefur verið án starfs síðan í september, þá var henni bolað burt frá Roma eftir að hafa tekið afar umdeilda ákvörðun og rekið þjálfarann Daniele de Rossi, goðsögn hjá félaginu. Hún sætti hótunum af hálfu stuðningsmanna í kjölfarið og þurfti að leitast eftir lögregluvernd. Stuttu eftir það sagði hún af sér. En nú hefur Souloukou snúið aftur í faðm fjölskyldunnar, eins og hún orðaði það. „Ég er heiðruð og ánægð að ganga aftur í fótboltafjölskyldu Marinakis. Það er spennandi tækifæri að leiða Nottingham Forest og einnig leggja mitt af mörkum til hinna félaganna. Ég hlakka til að hefja störf og sækja að okkar sameiginlegu markmiðum,“ sagði hún eftir að ráðningin var tilkynnt. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Forest hefur ekki haft forstjóra síðan í janúar 2023, þegar Dane Murphy lét af störfum. Eigandi félagsins Evangelos Marinakis fór á kunnuglegar slóðir í leit að eftirmanni hans. Hann hefur áður unnið með Linu Souloukou og líkað vel. Hún byrjaði sem lögfræðingur en vann sig fljótt upp í framkvæmdastjórn hjá félagi Marinakis, sem á gríska liðið Olympiacos, portúgalska liðið Rio Ave og auðvitað Nottingham Forest, sem leikur í ensku úrvaldsdeildinni. Marinakis hefur einnig augastað á brasilíska félaginu Vasco de Gama og er í samningaviðræðum um kaup. Souloukou mun koma eitthvað að rekstri allra félaganna og veita ráðgjöf, en aðallega einbeita sér að Nottingham Forest. Hún hefur verið án starfs síðan í september, þá var henni bolað burt frá Roma eftir að hafa tekið afar umdeilda ákvörðun og rekið þjálfarann Daniele de Rossi, goðsögn hjá félaginu. Hún sætti hótunum af hálfu stuðningsmanna í kjölfarið og þurfti að leitast eftir lögregluvernd. Stuttu eftir það sagði hún af sér. En nú hefur Souloukou snúið aftur í faðm fjölskyldunnar, eins og hún orðaði það. „Ég er heiðruð og ánægð að ganga aftur í fótboltafjölskyldu Marinakis. Það er spennandi tækifæri að leiða Nottingham Forest og einnig leggja mitt af mörkum til hinna félaganna. Ég hlakka til að hefja störf og sækja að okkar sameiginlegu markmiðum,“ sagði hún eftir að ráðningin var tilkynnt.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira