Innlent

Að­fanga­dagur: Hvar er opið og hve lengi?

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Opnunartíma ýmissa verslana og þjónustu í dag má nálgast hér.
Opnunartíma ýmissa verslana og þjónustu í dag má nálgast hér. Vísir/Vilhelm

Aðfangadagur jóla er runninn upp. Nú fer hver að verða síðastur að kaupa rjómann í sósuna og jólagjöfina sem gleymdist að kaupa. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi.

Fyrir þá sem vilja ljúka öllum innkaupum á einum stað er hægt að skreppa í Kringluna milli 10 og 13. Sömuleiðis er opið í Smáralind milli 10 og 13, sem og í Firðinum í Hafnarfirði. Akureyringar geta skroppið á Glerártorg milli klukkan 10 og 12. 

Opið verður í flestum matvöruverslunum í dag. Í öllum verslunum Bónus verður opið milli klukkan 10 og 14. Hægt verður að versla í Krónunni milli klukkan 9 og 15 og Prís milli klukkan 10 og 16. Opið verður til 16 í verslunum Hagkaupa að undanskildum verslunum í Smáralind og Kringlunni en þar verður opið til 14. Verslunum Nettó verður sömuleiðis lokað klukkan 14. 

Fyrir þá sem eru á allra síðustu stundu verður opið í Extra til klukkan 17. 

Í verslunum ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu verður opið í dag milli klukkan 10 og 13. Á landsbyggðinni er víðast hvar opið milli 11 og 13. 

Í flestum landshlutum verður hægt að komast í sund í dag fram að hádegi. Samantekt á opnunartíma allra sundlauga landsins yfir hátíðirnar má nálgast hér

Strætisvögnum verður ekið samkvæmt áætlun en á höfuðborgarsvæðinu verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Síðustu ferðirnar leggja af stað í kringum 15. Enginn akstur verður á Austurlandi, Norður- og Norðausturlandi, og á innanbæjarvögnum á Akureyri og í Reykjanesbæ. 

Nánari upplýsingar um akstur Strætó á landsbyggðinni yfir hátíðirnar má nálgast hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×