Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 21:01 Pep Guardiola tekur utan um Erling Haaland eftir tap gegn Liverpool á dögunum. Visionhaus/Getty Images Pep Guardiola hefur klórað sér í höfði undanfarið yfir gengi Manchester City, hann segir vandamál liðsins ekki Erling Haaland einum að kenna. Liðið allt verði að stíga upp, en það gæti reynst erfitt gegn Everton, sem fær varla á sig mark þessa dagana. „Þetta snýst um okkur, ekki einn leikmann. Þegar við skoruðum mikið af mörkum áður og Erling var afkastamikill, var það liðinu að þakka. Og þegar við erum í vandræðum varnarlega, á miðsvæðinu, þá er það öllum að kenna,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, til upphitunar fyrir leikinn gegn Everton þann 26. desember. Norðmaðurinn sem um ræðir er að öllu jafnan markavél. Hann byrjaði tímabilið á tíu mörkum í fimm deildarleikjum en hefur síðan aðeins skorað þrjú mörk í tólf leikjum. Á sama tíma hefur City sigið niður í sjöunda sæti deildarinnar og núna tapað sex af síðustu átta leikjum. „Ef þetta snerist bara um einn leikmann væri leikurinn auðveldur. Það er ekki svo. Erling er mikilvægur fyrir okkur, hefur verið það og verður áfram mikilvægur fyrir okkur og við munum reyna að gera hlutina betur, koma honum betur að notum.“ Spurningum um ástæður þess að gengi liðsins hefur ekki verið gott gat Guardiola ekki svarað en vonar að liðið rétti sig aftur á sigurbraut, þó Everton gæti reynst erfiður andstæðingur. „Við fáum annað tækifæri á öðrum degi jóla til að reyna að vinna, annað tækifæri fyrir leikmennina að sýna hvað í þeim býr, koma til baka. Við verðum betri með tímanum... Sean Dyche [þjálfarinn] er með gott varnarskipulag, virkilega góðar færslur varnarlega og sóknarlega,“ sagði Pep um Everton sem hefur haldið hreinu í fimm af síðustu sex deildarleikjum, nú síðast gegn Arsenal og Chelsea. Um meiðsli hjá Manchester liðinu sagði Guardiola John Stones, Matheus Nunes og Ederson verði tilbúnir til átaka þegar City tekur á móti Everton. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt á öðrum degi jóla, 26. desember, og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
„Þetta snýst um okkur, ekki einn leikmann. Þegar við skoruðum mikið af mörkum áður og Erling var afkastamikill, var það liðinu að þakka. Og þegar við erum í vandræðum varnarlega, á miðsvæðinu, þá er það öllum að kenna,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, til upphitunar fyrir leikinn gegn Everton þann 26. desember. Norðmaðurinn sem um ræðir er að öllu jafnan markavél. Hann byrjaði tímabilið á tíu mörkum í fimm deildarleikjum en hefur síðan aðeins skorað þrjú mörk í tólf leikjum. Á sama tíma hefur City sigið niður í sjöunda sæti deildarinnar og núna tapað sex af síðustu átta leikjum. „Ef þetta snerist bara um einn leikmann væri leikurinn auðveldur. Það er ekki svo. Erling er mikilvægur fyrir okkur, hefur verið það og verður áfram mikilvægur fyrir okkur og við munum reyna að gera hlutina betur, koma honum betur að notum.“ Spurningum um ástæður þess að gengi liðsins hefur ekki verið gott gat Guardiola ekki svarað en vonar að liðið rétti sig aftur á sigurbraut, þó Everton gæti reynst erfiður andstæðingur. „Við fáum annað tækifæri á öðrum degi jóla til að reyna að vinna, annað tækifæri fyrir leikmennina að sýna hvað í þeim býr, koma til baka. Við verðum betri með tímanum... Sean Dyche [þjálfarinn] er með gott varnarskipulag, virkilega góðar færslur varnarlega og sóknarlega,“ sagði Pep um Everton sem hefur haldið hreinu í fimm af síðustu sex deildarleikjum, nú síðast gegn Arsenal og Chelsea. Um meiðsli hjá Manchester liðinu sagði Guardiola John Stones, Matheus Nunes og Ederson verði tilbúnir til átaka þegar City tekur á móti Everton. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt á öðrum degi jóla, 26. desember, og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira