76ers sóttu sigur úr Garðinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 01:05 Joel Embiid sótti sér jólagjöf úr Garðinum. Brian Fluharty/Getty Images Boston Celtics tóku á móti Philadelphia 76ers í TD Garden í stórleik jóladags í austurdeildinni. 76ers sluppu með 114-118 sigur eftir stórkostlegan leik, þar sem þeir leiddu framan af en voru hársbreidd frá því að missa leikinn frá sér. 76ers spiluðu betur í fyrri hálfleik og leiddu mest með sextán stigum en Celtics mættu öflugri út í seinni hálfleik og staðan jöfn þegar þriðja leikhluta lauk. Tatum from the midrange 💰Celtics take the lead in the 3Q! pic.twitter.com/Ur2J2ccWoo— NBA (@NBA) December 25, 2024 Fjórði leikhluti var æsispennandi. Hann hófst á góðu áhlaupi 76ers sem höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrstu fimm mínúturnar, en þá fór að hitna undir heimamönnum. Stemningin í húsinu jókst með hverri körfu sem Celtics settu, jólaandinn virtist svífa í loftinu og skyndilega, eða þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum, munaði aðeins þremur stigum. 76ers höfðu þá tapað boltanum þrisvar í röð og útlitið svart. CELTICS CUT IT TO 3 👀An 11-0 run is capped off by this defense to offense!🎄 PHI-BOS | #NBAXmas | 2:25 in the 4Q🎁 ABC, ESPN, ESPN+ & Disney+ pic.twitter.com/4bUzJZKACg— NBA (@NBA) December 26, 2024 The crowd is ROCKING in Boston 🍀 https://t.co/yE6UDZWvdX pic.twitter.com/QGSR2qvzi8— NBA (@NBA) December 26, 2024 En eftir leikhlé hysjuðu þeir aftur upp um sig og þegar rúm mínúta var eftir setti Tyrese Maxey ótrúlega körfu sem svo gott sem vann leikinn. 76ers áttu þá innkast þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir af skotklukkunni, en tókst að koma boltanum í leik og ofan í áður en hún rann út. TYRESE MAXEY BEATS THE SHOT CLOCK 🚨 pic.twitter.com/AzCR1WPOjx— ESPN (@espn) December 26, 2024 Celtics gerðu strangheiðarlega tilraun til að jafna leikinn, Jaylen Brown minnkaði muninn í tvö stig með frábæru þriggja stiga skoti. Síðan var brotið á Joel Embiid, sem hafði tekið furðulegar ákvarðanir í fjórða leikhluta, en setti bæði vítin og tryggði 76ers 114-118 sigur, sinn áttunda í síðustu ellefu leikjum. 76ers eru að rífa sig upp af botninum eftir skelfilega byrjun og sitja nú í ellefta sæti deildarinnar, með 11 sigra og 17 töp. Celtics eru í öðru sæti með 22 sigra og 8 töp. Tyrese Maxey átti sannkallaðan stórleik, skoraði 33 stig, greip 4 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Jayson Tatum var litlu síðri, skoraði 32 stig, greip 15 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Tyrese Maxey was the 🌟 at the top of the tree for Philly on #NBAXmas! 🎄 33 PTS🎄 12 AST🎄 3 STL🎄 3 3PMThe 76ers are 8-3 in their last 11! pic.twitter.com/gPee22UXnF— NBA (@NBA) December 26, 2024 NBA Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
76ers spiluðu betur í fyrri hálfleik og leiddu mest með sextán stigum en Celtics mættu öflugri út í seinni hálfleik og staðan jöfn þegar þriðja leikhluta lauk. Tatum from the midrange 💰Celtics take the lead in the 3Q! pic.twitter.com/Ur2J2ccWoo— NBA (@NBA) December 25, 2024 Fjórði leikhluti var æsispennandi. Hann hófst á góðu áhlaupi 76ers sem höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrstu fimm mínúturnar, en þá fór að hitna undir heimamönnum. Stemningin í húsinu jókst með hverri körfu sem Celtics settu, jólaandinn virtist svífa í loftinu og skyndilega, eða þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum, munaði aðeins þremur stigum. 76ers höfðu þá tapað boltanum þrisvar í röð og útlitið svart. CELTICS CUT IT TO 3 👀An 11-0 run is capped off by this defense to offense!🎄 PHI-BOS | #NBAXmas | 2:25 in the 4Q🎁 ABC, ESPN, ESPN+ & Disney+ pic.twitter.com/4bUzJZKACg— NBA (@NBA) December 26, 2024 The crowd is ROCKING in Boston 🍀 https://t.co/yE6UDZWvdX pic.twitter.com/QGSR2qvzi8— NBA (@NBA) December 26, 2024 En eftir leikhlé hysjuðu þeir aftur upp um sig og þegar rúm mínúta var eftir setti Tyrese Maxey ótrúlega körfu sem svo gott sem vann leikinn. 76ers áttu þá innkast þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir af skotklukkunni, en tókst að koma boltanum í leik og ofan í áður en hún rann út. TYRESE MAXEY BEATS THE SHOT CLOCK 🚨 pic.twitter.com/AzCR1WPOjx— ESPN (@espn) December 26, 2024 Celtics gerðu strangheiðarlega tilraun til að jafna leikinn, Jaylen Brown minnkaði muninn í tvö stig með frábæru þriggja stiga skoti. Síðan var brotið á Joel Embiid, sem hafði tekið furðulegar ákvarðanir í fjórða leikhluta, en setti bæði vítin og tryggði 76ers 114-118 sigur, sinn áttunda í síðustu ellefu leikjum. 76ers eru að rífa sig upp af botninum eftir skelfilega byrjun og sitja nú í ellefta sæti deildarinnar, með 11 sigra og 17 töp. Celtics eru í öðru sæti með 22 sigra og 8 töp. Tyrese Maxey átti sannkallaðan stórleik, skoraði 33 stig, greip 4 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Jayson Tatum var litlu síðri, skoraði 32 stig, greip 15 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Tyrese Maxey was the 🌟 at the top of the tree for Philly on #NBAXmas! 🎄 33 PTS🎄 12 AST🎄 3 STL🎄 3 3PMThe 76ers are 8-3 in their last 11! pic.twitter.com/gPee22UXnF— NBA (@NBA) December 26, 2024
NBA Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira