Heta, sem situr í níunda sæti heimslistans, mætti Luke Woodhouse, sem situr í 35. sæti, í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu sem fór af stað á ný eftir örstutt jólafrí.
Eftir tap í fyrsta setti virtist Heta ætla að ganga frá málunum nokkuð þægilega með því að klára næstu þrjú sett, 3-1, 3-2 og 3-2. Í öðru þriðja setti ætlaði allt um koll að keyra í Alexandra Palace þegar Ástralinn náði níu pílna leik og Heta virtist óstöðvandi.
Heta vann svo fyrst legginn í fimmta setti ogvar því í góðum málum. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá Heta og Woodhouse tók öll völd. Hinn enski Woodhouse vann næstu níu leggi og tryggði sér þar með ótrúlegan 4-3 sigur og um leið sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir Stephen Bunting.
Stephen Bunting vann einmitt öruggan 4-1 sigur gegn Lettanum Madars Razma í þriðja leik dagsins í dag og þá tryggði Johnny Clayton sér einnig sæti í 16-manna úrslitum með 4-3 sigri gegn Daryl Gurney. Clayton mætir annað hvort Gerwyn Price eða Joe Cullen í 16-manna úrslitum.
Í kvöld fara svo fram þrjár aðrar viðureignir í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Þá mætast Gerwyn Price og Joe Cullen, Jarmaine Wattimena og Peter Wright, og að lokum fær Nick Kenny að kljást við ríkjandi heimsmeistara, Luke Humphries.