Íslandsvinurinn OG Maco látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 10:24 Bandaríski rapparinn OG Maco lést fimmtudaginn 27. desember eftir að hafa verið í dái í tæpar tvær vikur. Getty Bandaríski rapparinn OG Maco er látinn 32 ára að aldri. Hann hafði verið í dái á sjúkrahúsi frá 12. desember eftir að hafa veitt sjálfum sér skotáverka á höfði. TMZ greinir frá andláti Maco, sem hét réttu nafni Chiajulam Ihesiba yngri og var frá bænum College Park í Georgíu-ríki. Maco var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles 12. desember eftir að lögreglu hafði borist tilkynning frá nágrönnum hans um skothvell snemma morguns. Hann lést síðan fimmtudaginn 27. desember síðastliðinn, tæpum tveimur vikum síðar, umkringdur fjölskyldu sinni. Samkvæmt heimildamönnum TMZ hafði ástand Maco versnað til muna á undanförnum dögum og reyndist læknum ógerlegt að bjarga honum. Fjölskylda rapparans birti yfirlýsingu um andlátið á Instagram síðu hans á föstudag. View this post on Instagram A post shared by Maco Mattox (OG Maco) (@ogxmaco) „Meðan við syrgjum þennan mikla missi, fögnum við líka hans makalausa lífi sem mun halda áfram að verða fólki innblástur og upplyfting,“ skrifaði fjölskyldan í færslunni. „Áhrif Maco, sem listamanns og manneskju, verða að eilífu grafin í hjörtu okkar.“ Sótti Hlíðarenda og Gullinbrú heim Maco varð frægur árið 2014 fyrir smell sinn „U Guessed It“ sem gat af sér hið enn vinsælla „U Guessed it (Remix)“ með rapparanum 2 Chainz. Vinsældir laganna fleyttu honum á nýliðalista tímaritsins XXL árið 2015 en þangað rata ungir og upprennandi rapparar sem talið er að muni slái í gegn. The Wait Is Over: Here Is the 2015 XXL Freshman Class #xxlfreshmen http://t.co/rlPtlFii0a pic.twitter.com/2JRQHHJFcf— XXL Magazine (@XXL) June 3, 2015 Maco gaf í kjölfarið út þó nokkrar stuttskífur en náði ekki að fylgja vinsældum „U Guessed It“ eftir. Plöturnar The God of Rage og OG MACO komu út 2021 og 2023 en lítið fór fyrir þeim. Á meðan frægðarsól Maco skein skært kom hann til Íslands og spilaði á tvennum tónleikum. Annars vegar hélt hann tónleika á Hendrix á Gullinbrú 15. desember 2016 og hins vegar tróð hann upp með Schoolboy Q á tónleikum þess síðarnefnda í Valshöllinni fjórum dögum síðar, 19. desember. Hér fyrir neðan má heyra helsta slagara OG Maco: Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
TMZ greinir frá andláti Maco, sem hét réttu nafni Chiajulam Ihesiba yngri og var frá bænum College Park í Georgíu-ríki. Maco var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles 12. desember eftir að lögreglu hafði borist tilkynning frá nágrönnum hans um skothvell snemma morguns. Hann lést síðan fimmtudaginn 27. desember síðastliðinn, tæpum tveimur vikum síðar, umkringdur fjölskyldu sinni. Samkvæmt heimildamönnum TMZ hafði ástand Maco versnað til muna á undanförnum dögum og reyndist læknum ógerlegt að bjarga honum. Fjölskylda rapparans birti yfirlýsingu um andlátið á Instagram síðu hans á föstudag. View this post on Instagram A post shared by Maco Mattox (OG Maco) (@ogxmaco) „Meðan við syrgjum þennan mikla missi, fögnum við líka hans makalausa lífi sem mun halda áfram að verða fólki innblástur og upplyfting,“ skrifaði fjölskyldan í færslunni. „Áhrif Maco, sem listamanns og manneskju, verða að eilífu grafin í hjörtu okkar.“ Sótti Hlíðarenda og Gullinbrú heim Maco varð frægur árið 2014 fyrir smell sinn „U Guessed It“ sem gat af sér hið enn vinsælla „U Guessed it (Remix)“ með rapparanum 2 Chainz. Vinsældir laganna fleyttu honum á nýliðalista tímaritsins XXL árið 2015 en þangað rata ungir og upprennandi rapparar sem talið er að muni slái í gegn. The Wait Is Over: Here Is the 2015 XXL Freshman Class #xxlfreshmen http://t.co/rlPtlFii0a pic.twitter.com/2JRQHHJFcf— XXL Magazine (@XXL) June 3, 2015 Maco gaf í kjölfarið út þó nokkrar stuttskífur en náði ekki að fylgja vinsældum „U Guessed It“ eftir. Plöturnar The God of Rage og OG MACO komu út 2021 og 2023 en lítið fór fyrir þeim. Á meðan frægðarsól Maco skein skært kom hann til Íslands og spilaði á tvennum tónleikum. Annars vegar hélt hann tónleika á Hendrix á Gullinbrú 15. desember 2016 og hins vegar tróð hann upp með Schoolboy Q á tónleikum þess síðarnefnda í Valshöllinni fjórum dögum síðar, 19. desember. Hér fyrir neðan má heyra helsta slagara OG Maco:
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira