Enski boltinn

Ratcliffe á­fram með niðurskurðarhnífinn á lofti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sir Jim Ratcliffe hefur staðið í ströngu síðan hann tók við stjórn fótboltamála hjá Manchester United.
Sir Jim Ratcliffe hefur staðið í ströngu síðan hann tók við stjórn fótboltamála hjá Manchester United. getty/Martin Rickett

Enginn virðist óhultur þegar Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í Manchester United, brýnir niðurskurðarhnífinn, ekki einu sinni góðgerðarsamtök félagsins.

Ratcliffe hefur verið iðinn við að skera niður kostnað hjá United síðan hann eignaðist rúmlega fjórðungshlut í félaginu. Hann hefur meðal annars rekið 250 manns og skorið niður framlög til félags fatlaðra stuðningsmanna United.

Nú hefur Ratcliffe ákveðið að skera niður framlög til góðgerðarsamtaka United, Manchester United Foundation. Sky Sports greinir frá.

United lagði eina milljón punda til samtakanna á síðasta ári en Ratcliffe ætlar að lækka þá upphæð. Samtökin vinna meðal annars með börnum og fólki sem á undir högg að sækja.

Illa gengur hjá United inni á vellinum en liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með einungis 22 stig eftir átján leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×