Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikael Egill Ellertsson í baráttu við Stanislav Lobotka.
Mikael Egill Ellertsson í baráttu við Stanislav Lobotka. getty/Giuseppe Maffia

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia sem laut í lægra haldi fyrir Napoli, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Með sigrinum komst Napoli upp að hlið Atalanta á toppi deildarinnar. Bæði lið eru með 41 stig en markatala Atalanta eru talsvert betri og liðið verður því á toppnum þegar nýja árið gengur í garð.

Mikael Egill og félagar áttu undir högg að sækja í leiknum í dag en héldu samt markalausri stöðu fram á 79. mínútu. Þá skoraði Giacomo Raspadori eina mark leiksins.

Romelu Lukaku fékk kjörið tækifæri til að koma Napoli yfir í fyrri hálfleik en Filip Stankovic, markvörður Venezia, varði vítaspyrnu hans.

Mikael Egill lék fyrstu sjötíu mínúturnar fyrir Venezia. Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á varamannabekk liðsins.

Venezia er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með þrettán stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira