Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 07:32 Cristiano Ronaldo dreymir um að eignast fótboltafélag í framtíðinni og Portúgalinn er farinn að tala um hvað hann myndi gera sem eigandi Manchester United. Getty/ Diogo Cardoso Cristiano Ronaldo þekkir vel til hjá Manchester United en Portúgalinn fór frá félaginu í desember 2022 og hefur spilað síðan í Sádi-Arabíu. Ronaldo segist gera sér vel grein fyrir því hvað sé vandamálið innandyra hjá United en hann notaði fiskabúr sem dæmi í útskýringum sínum á vandræðunum á Old Trafford. Portúgalanum Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa við gengi Manchester United síðan hann tók við af Erik ten Hag. Liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið fjóra af tíu leikjum undir hans stjórn. Stóra vandamálið er þó það að liðið er á rangri leið, því það hefur tapað þremur leikjum í röð og alls fimm af síðustu sjö leikjum. Knattspyrnustjórinn er þó ekki vandamálið á Old Trafford samkvæmt Ronaldo. Hann segir líka að hann gæti leyst vandamál félagsins ef hann væri eigandi Man. United. ESPN segir frá. „Enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heimi. Öll liðin eru góð, öll liðin berjast, öll liðin hlaupa og allir leikmenn eru líkamlega sterkir. Fótboltinn er allt öðruvísi núna. Það er enginn auðveldur leikur lengur,“ sagði Ronaldo á Globe Soccer verðlaunahátíðinni. „Ég sagði þetta fyrir einu og hálfu ári síðan og held áfram að tala um þetta. Vandamálið er ekki þjálfararnir. Þetta er eins og með fiskabúr. Ef þú ert með veikan fisk í búrinu og tekur hann í burtu. Þá leysir þú vandann en svo setur hann aftur í fiskabúrið og allir veikjast aftur,“ sagði Ronaldo. „Þetta er sama vandamálið og hefur verið hjá Manchester United. Vandamálið er ekki alltaf þjálfarinn. Það er meira en það,“ sagði Ronaldo. „Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann. Ég myndi hafa þessa hluti á hreinu,“ sagði Ronaldo. Hann er ekki sjálfur þó þjálfaraefni því draumar hans liggja allt annars staðar. „Ég er ekki þjálfari og ég verð aldrei þjálfari. Forseti félags? Nei. Kannski verð ég eigandi félags,“ sagði Ronaldo. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Portúgalanum Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa við gengi Manchester United síðan hann tók við af Erik ten Hag. Liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið fjóra af tíu leikjum undir hans stjórn. Stóra vandamálið er þó það að liðið er á rangri leið, því það hefur tapað þremur leikjum í röð og alls fimm af síðustu sjö leikjum. Knattspyrnustjórinn er þó ekki vandamálið á Old Trafford samkvæmt Ronaldo. Hann segir líka að hann gæti leyst vandamál félagsins ef hann væri eigandi Man. United. ESPN segir frá. „Enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heimi. Öll liðin eru góð, öll liðin berjast, öll liðin hlaupa og allir leikmenn eru líkamlega sterkir. Fótboltinn er allt öðruvísi núna. Það er enginn auðveldur leikur lengur,“ sagði Ronaldo á Globe Soccer verðlaunahátíðinni. „Ég sagði þetta fyrir einu og hálfu ári síðan og held áfram að tala um þetta. Vandamálið er ekki þjálfararnir. Þetta er eins og með fiskabúr. Ef þú ert með veikan fisk í búrinu og tekur hann í burtu. Þá leysir þú vandann en svo setur hann aftur í fiskabúrið og allir veikjast aftur,“ sagði Ronaldo. „Þetta er sama vandamálið og hefur verið hjá Manchester United. Vandamálið er ekki alltaf þjálfarinn. Það er meira en það,“ sagði Ronaldo. „Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann. Ég myndi hafa þessa hluti á hreinu,“ sagði Ronaldo. Hann er ekki sjálfur þó þjálfaraefni því draumar hans liggja allt annars staðar. „Ég er ekki þjálfari og ég verð aldrei þjálfari. Forseti félags? Nei. Kannski verð ég eigandi félags,“ sagði Ronaldo.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira