Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 07:50 Það hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. Vísir/Lovísa Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. „Það er snjókomubakki sem er yfir núna ætti með morgninum að fara austur fyrir og meira yfir á suðurlandið,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Þegar líða tekur á morguninn ætti að hætta að snjóa á höfuðborgarsvæðinu en færist þá austur á bogin og tekur að snjóa á Suður- og Suðausturlandi. „Síðan snýr hann eiginlega við þannig að í fyrramálið gæti snjóað eitthvað aftur hérna en síðan þegar líður á morgundaginn þá ætti nú að stytta upp og á áramótunum ætti að vera bjart og kalt veður,” segir Birgir um útlitið framundan á höfuðborgarsvæðinu. Austlæg eða breytileg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, verður um landið, stöku él fyrir norðan og allvíða snjókoma með köflum, einkum sunnanlands. Birgir á hvergi von á neitt sérstaklega vondu veðri á landinu um áramótin en þó gæti verið nokkur strekkingur austast til á landinu en yfirleitt kalt en nokkuð meinlaust veður. Víða hálka og snjóþekja á vegum Þótt ekki séu veðurviðvaranir í gildi sem stendur gæti veður haft einhver áhrif á færð um landið. „Það er að koma greinilega úr þessu í dag einhver snjóhret á suðurhluta landsins. En í kvöld fer aðeins að blása þannig það er spurning á fjallvegum hvort að skafrenningur valdi einhverjum vandræðum. En á morgun dregur úr vindi þannig ef að það verða einhver vandræði þá væri það helst í kvöld og í fyrramálið,“ segir Birgir. „Það verður ekkert slæmt svo sem en það er kominn léttur snjór og það þarf ekkert endilega mikinn vind til þess að hann fari af stað.” Samkvæmt Vegagerðinni er sem stendur víða hálka á vegum, og sums staðar þæfingur eða þungfært. Snjóþekja er einnig á vegum hér og þar, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Óþekkt ástand er jafnframt víða á vegum, einkum norðvestan til á landinu og á Vestfjörðum. Uppfært kl. 09:05: Vegagerðin vekur athygli á ábendingu frá veðurfræðingi um að talsverður lausasnjór er nú á Vesturlandi. „Með deginum tekur að blása af norðaustri og þá skafrenningur og blinda. Hætt er við að vegir teppist. Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, s.s. í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn, þar sem vindur nær sér upp við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni frá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Svona var útlitið hvað snýr að færð á vegum á áttunda tímanum í morgun samkvæmt korti Vegagerðarinnar.skjáskot/Vegagerðin Veður Áramót Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
„Það er snjókomubakki sem er yfir núna ætti með morgninum að fara austur fyrir og meira yfir á suðurlandið,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Þegar líða tekur á morguninn ætti að hætta að snjóa á höfuðborgarsvæðinu en færist þá austur á bogin og tekur að snjóa á Suður- og Suðausturlandi. „Síðan snýr hann eiginlega við þannig að í fyrramálið gæti snjóað eitthvað aftur hérna en síðan þegar líður á morgundaginn þá ætti nú að stytta upp og á áramótunum ætti að vera bjart og kalt veður,” segir Birgir um útlitið framundan á höfuðborgarsvæðinu. Austlæg eða breytileg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, verður um landið, stöku él fyrir norðan og allvíða snjókoma með köflum, einkum sunnanlands. Birgir á hvergi von á neitt sérstaklega vondu veðri á landinu um áramótin en þó gæti verið nokkur strekkingur austast til á landinu en yfirleitt kalt en nokkuð meinlaust veður. Víða hálka og snjóþekja á vegum Þótt ekki séu veðurviðvaranir í gildi sem stendur gæti veður haft einhver áhrif á færð um landið. „Það er að koma greinilega úr þessu í dag einhver snjóhret á suðurhluta landsins. En í kvöld fer aðeins að blása þannig það er spurning á fjallvegum hvort að skafrenningur valdi einhverjum vandræðum. En á morgun dregur úr vindi þannig ef að það verða einhver vandræði þá væri það helst í kvöld og í fyrramálið,“ segir Birgir. „Það verður ekkert slæmt svo sem en það er kominn léttur snjór og það þarf ekkert endilega mikinn vind til þess að hann fari af stað.” Samkvæmt Vegagerðinni er sem stendur víða hálka á vegum, og sums staðar þæfingur eða þungfært. Snjóþekja er einnig á vegum hér og þar, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Óþekkt ástand er jafnframt víða á vegum, einkum norðvestan til á landinu og á Vestfjörðum. Uppfært kl. 09:05: Vegagerðin vekur athygli á ábendingu frá veðurfræðingi um að talsverður lausasnjór er nú á Vesturlandi. „Með deginum tekur að blása af norðaustri og þá skafrenningur og blinda. Hætt er við að vegir teppist. Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, s.s. í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn, þar sem vindur nær sér upp við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni frá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Svona var útlitið hvað snýr að færð á vegum á áttunda tímanum í morgun samkvæmt korti Vegagerðarinnar.skjáskot/Vegagerðin
Veður Áramót Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira