Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 10:00 Cody Gakpo fagnar marki í gær með þeim Mohamed Salah og Luis Diaz. Getty/Marc Atkins Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og forskotið er átta stig eftir 5-0 stórsigur á West Ham í gær. Nýja framherjaþríeykið fer á kostum þessa dagana en þeir voru allir þrír meðal markaskorara Liverpool í leiknum í gær. Stuðningsmenn Liverpool muna flestir vel eftir frábærum tímum með þá Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino í þriggja manna fremstu víglínu. Það skilaði liðinu meðal annars enska meistaratitlinum 2020 og sigri í Meistaradeildinni 2019. Síðan hafa þeir Mane og Firmino horfið á braut en Salah er enn á sínum stað og svo sannarlega betri en nokkurn tímann áður. Mohamed Salah fagnar marki með þeim Sadio Mane og Roberto Firmino.Getty/Laurence Griffiths Nú er Egyptinn kominn með nýja leikmenn sér við hlið og það er óhætt að segja að lífið við hlið þeirra Luis Diaz og Cody Gakpo gangi eins og í sögu. Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu velti því líka fyrir sér hvort að nýja Liverpool þríeykið sé hreinlega betra en það með þeim Mane, Salah og Firmino. McNulty skrifaði pistil á veg BBC þar sem hann bar þessi tvö þríeyki saman. Hann notaði tímabilið 2019-20 í samanburð sinn en það tímabil varð Liverpool síðast enskur meistari. Salah, Diaz og Gakpo eru þegar komnir með 30 mörk og 17 stoðsendingar saman eftir aðeins átján leiki á þessu tímabili. Fyrr fimm árum þá voru þeir Salah, Mane og Firmino saman með 46 mörk og 25 stoðsendingar í 38 deildarleikjum. Gakpo er úti á vinstri vængnum og hann hefur skorað á 180 mínútna fresti sem er verri árangur en hjá Mane sem skoraði á 153 mínútna fresti. Diaz er að skora fleiri mörk en Firmino en sá brasilíski gaf aftur á móti fleiri stoðsendingar en Kólumbíumaðurinn. Salah hefur líklega aldrei spilað betur. Hann er þegar kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar í deildarleikjunum á þessu tímabili en allt 2019-20 tímabilið var hann með 19 mörk og 10 stoðsendingar. Salah, Mane og Firmino voru saman með 245 mörk á fimm tímabilum en það er ekkert víst hvort að við sjáum þetta nýja þríeyki spila jafnlengi saman. Salah er að renna út á samningi í sumar og lítið að frétta af nýjum samningi. Þangað til geta stuðningsmenn Liverpool notið þess að sjá Salah, Diaz og Gakpo fara á kostum inn á vellinum. Pistil McNulty má finna hér. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Nýja framherjaþríeykið fer á kostum þessa dagana en þeir voru allir þrír meðal markaskorara Liverpool í leiknum í gær. Stuðningsmenn Liverpool muna flestir vel eftir frábærum tímum með þá Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino í þriggja manna fremstu víglínu. Það skilaði liðinu meðal annars enska meistaratitlinum 2020 og sigri í Meistaradeildinni 2019. Síðan hafa þeir Mane og Firmino horfið á braut en Salah er enn á sínum stað og svo sannarlega betri en nokkurn tímann áður. Mohamed Salah fagnar marki með þeim Sadio Mane og Roberto Firmino.Getty/Laurence Griffiths Nú er Egyptinn kominn með nýja leikmenn sér við hlið og það er óhætt að segja að lífið við hlið þeirra Luis Diaz og Cody Gakpo gangi eins og í sögu. Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu velti því líka fyrir sér hvort að nýja Liverpool þríeykið sé hreinlega betra en það með þeim Mane, Salah og Firmino. McNulty skrifaði pistil á veg BBC þar sem hann bar þessi tvö þríeyki saman. Hann notaði tímabilið 2019-20 í samanburð sinn en það tímabil varð Liverpool síðast enskur meistari. Salah, Diaz og Gakpo eru þegar komnir með 30 mörk og 17 stoðsendingar saman eftir aðeins átján leiki á þessu tímabili. Fyrr fimm árum þá voru þeir Salah, Mane og Firmino saman með 46 mörk og 25 stoðsendingar í 38 deildarleikjum. Gakpo er úti á vinstri vængnum og hann hefur skorað á 180 mínútna fresti sem er verri árangur en hjá Mane sem skoraði á 153 mínútna fresti. Diaz er að skora fleiri mörk en Firmino en sá brasilíski gaf aftur á móti fleiri stoðsendingar en Kólumbíumaðurinn. Salah hefur líklega aldrei spilað betur. Hann er þegar kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar í deildarleikjunum á þessu tímabili en allt 2019-20 tímabilið var hann með 19 mörk og 10 stoðsendingar. Salah, Mane og Firmino voru saman með 245 mörk á fimm tímabilum en það er ekkert víst hvort að við sjáum þetta nýja þríeyki spila jafnlengi saman. Salah er að renna út á samningi í sumar og lítið að frétta af nýjum samningi. Þangað til geta stuðningsmenn Liverpool notið þess að sjá Salah, Diaz og Gakpo fara á kostum inn á vellinum. Pistil McNulty má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira