Lífið

Inn­blástur fyrir áramótapartýið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fagnaðu nýja árinu með glimmer og glamúr!
Fagnaðu nýja árinu með glimmer og glamúr! Pinterest

Áramótin kalla alltaf á glimmer og glamúr þegar það kemur að hátíðarborðinu. Annað kvöld tökum við fagnandi á móti nýja árinu og af því tilefni setti Lífið á Vísi saman lista af nokkrum glitrandi hugmyndum til að gera áramótin enn hátíðlegri.

Dekkaðu áramótaborðið með góðum fyrirvara, settu fínan dúk, servíettur, kerti og annað glitrandi skreytingarefni sem gerir borðið hátíðlegt. Hvítt, silfur, svart og gyllt er yfirleitt vinsælt þegar kemur að skreytingum á áramótunum.

Glimmer og kertaljós er hátíðleg blanda!Pinterest
Með því að setja slaufur á servíettuna verður borðið strax afar lekkert.Pinterest
Diskókúlur eru afar skemmtilegt skraut.Pinterest
Skreyttu borðið með glitrandi skrauti og höfuðfötum.Pinterest
Svart og silfur alltaf elegant!Pinterest
Blöðrur gera öll partý skemmtilegri.Pinterest
Slaufur og kertaljós er látlaus og smart skreyting.Pinterest
Nóg af skrauti og glitrandi borðbúnaði.Pinterest
Það getur verið flott að fylla loftið af blöðrum.Pinterest

Skreyttu desertinn eða ostabakkann með stjórnuljósi eða glimmer fyrir hátíðlegri framsetningu. 

Einföld kaka með stjörnuljósi er falleg útkoma.Pinterest
Einföld kaka fer í nýjan búning þegar þú setur skraut eða stjörnulaus í miðjuna.Pinterest
Ljúffengur ostaplatti er ómissandi í áramótapartýið.lPinterest
Lítil og sæt möffins!Pinterest

Berðu drykkina sem þið ætlið að skála í á miðnætti fram í fallegum glösum og settu smá ætt glimmeri til að gera drykkinn glitrandi og hátíðlegan.

Hvaða drykkur sem er bragðast betur í fallegu glasi.Pinterest
Pinterest
Skálað í kampavíni, helst glitrandi!Pinterest
Glitrandi kokteilaturn kemur vel út!Pinterest





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.