Erlent

Fimm á­kærðir í tengslum við and­lát Liam Payne

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Liam Payne lést í Buenos Aires í október 2024.
Liam Payne lést í Buenos Aires í október 2024. EPA/VICKIE FLORES

Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir andlát tónlistarmannsins Liam Payne. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 

Liam Payne lést þann 16. október síðastliðinn eftir af hafa fallið af hótelsvölum á þriðju hæð. Payne var í fríi í Buenos Aires þegar hann lést og gisti á hótelinu CasaSur.

Gilda Martin, hótelstjóri, Esteban Grassi, starfsmaður hótelsins og Roger Nores, vinur Payne, hafa verið ákærð fyrir manndráp. Þá hafa tveir aðrir starfsmenn hótelsins, Braian Paiz og Ezequiel Pereyre verið ákærðir fyrir að útvega Payne fíkniefni.

Í umfjöllun breska miðilsins BBC kemur fram að tveir af þessum fimm hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þessir tveir aðilar þurfa að mæta í dómsal innan sólarhrings.

Samkvæmt skrifstofu saksóknara var Payne nær meðvitundarlaus þegar atvikið átti sér stað. Því er talið að Payne hafi ekki vitað hvað hann væri að gera eða hverjar afleiðingarnar gætu orðið.

Samkvæmt rannsóknum lögreglu á svæðinu var Payne undir áhrifum áfengis, kókaín og þunglyndislyfja þegar hann lést. Kvöldið sem hann lést höfðu starfsmenn hótelsins hringt í neyðarlínuna vegna gests sem var fullur, undir áhrifum fíkniefna og að eyðileggja hótelherbergið sitt.

Payne er helst þekktur fyrir að vera meðlimur strákahljómsveitarinnar One Direction. Þá hóf hann sólóferil eftir að hljómsveitin lagði upp laupana árið 2015.


Tengdar fréttir

Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne

Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu.

Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne

Þrír hafa verið handteknir í Argentínu og standa frammi fyrir ákærum vegna dauða Liam Payne, tónlistarmanns og fyrrverandi meðlims í One Direction. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×