Vann nauman sigur með geitung í hárinu Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 17:23 Callan Rydz lét það ekki trufla sig að fá geitung í hárið, jafnvel þó að hann væri þar í dágóðan tíma. Getty/Skjáskot Callan Rydz má prísa sig sælan að vera kominn áfram í átta manna úrslitin á HM í pílukasti, eftir 4-3 sigur gegn Rob Owen í dag. Geitungur gerði sig heimakominn í hári Rydz í miðjum leik. Englendingarnir Rydz, Nathan Aspinall og Chris Dobey eru allir komnir áfram í átta manna úrslitin sem fram fara á nýársdag. Sextán manna úrslitunum lýkur í kvöld þegar menn á borð við Luke Littler og Michael van Gerwen stíga á svið en bein útsending hefst á Vodafone Sport klukkan 18:55. Rydz tapaði fyrstu tveimur settunum gegn Owen í dag, og spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á Rydz að vera með geitunginn í hárinu. Hann náði hins vegar að vinna næstu þrjú sett og hafði svo að lokum betur í oddasettinu sem hann vann 3-1. Owen fór illa með sín tækifæri til að vinna fleiri leggi og var með 28% hittni í útskotum gegn 43% hjá Rydz. Sigur Aspinall á Þjóðverjanum Ricardo Pietreczko var mun öruggari en sá þýski náði sér aldrei á strik og var með meðalskor upp á 78,46 sem telst ansi lítið á þessu stigi mótsins. Aspinall vann leikinn 4-0 en hann var með meðalskor upp á 94,28. Næsti mótherji Aspinall verður svo Luke Littler eða Ryan Joyce. Fyrsti leikur dagsins var svo á milli Dobey og Hollendingsins Kevin Doets en eftir mikla spennu vann Dobey þar 4-3 sigur, með því að vinna síðustu tvö settin, bæði 3-1. Dobey mætir Gerwyn Price á nýársdag í átta manna úrslitunum. Í kvöld eru svo þessir þrír leikir á dagskrá: Stephen Bunting - Luke Woodhouse Michael van Gerwen - Jeffrey de Graaf Luke Littler - Ryan Joyce Pílukast Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
Englendingarnir Rydz, Nathan Aspinall og Chris Dobey eru allir komnir áfram í átta manna úrslitin sem fram fara á nýársdag. Sextán manna úrslitunum lýkur í kvöld þegar menn á borð við Luke Littler og Michael van Gerwen stíga á svið en bein útsending hefst á Vodafone Sport klukkan 18:55. Rydz tapaði fyrstu tveimur settunum gegn Owen í dag, og spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á Rydz að vera með geitunginn í hárinu. Hann náði hins vegar að vinna næstu þrjú sett og hafði svo að lokum betur í oddasettinu sem hann vann 3-1. Owen fór illa með sín tækifæri til að vinna fleiri leggi og var með 28% hittni í útskotum gegn 43% hjá Rydz. Sigur Aspinall á Þjóðverjanum Ricardo Pietreczko var mun öruggari en sá þýski náði sér aldrei á strik og var með meðalskor upp á 78,46 sem telst ansi lítið á þessu stigi mótsins. Aspinall vann leikinn 4-0 en hann var með meðalskor upp á 94,28. Næsti mótherji Aspinall verður svo Luke Littler eða Ryan Joyce. Fyrsti leikur dagsins var svo á milli Dobey og Hollendingsins Kevin Doets en eftir mikla spennu vann Dobey þar 4-3 sigur, með því að vinna síðustu tvö settin, bæði 3-1. Dobey mætir Gerwyn Price á nýársdag í átta manna úrslitunum. Í kvöld eru svo þessir þrír leikir á dagskrá: Stephen Bunting - Luke Woodhouse Michael van Gerwen - Jeffrey de Graaf Luke Littler - Ryan Joyce
Pílukast Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira