Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. desember 2024 19:37 Húsið á Vatnsleysuströnd sem um ræðir. Vísir/Bjarni Táningspiltur var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í yfirgefnu húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Hann hafði ásamt félögum verið að fikta með flugelda. Á hverju ári verða um tuttugu flugeldaslys hér á landi. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um miðnætti að eldur hefði komið upp í gömlu frystihúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Við fyrstu lýsingar leit þetta út fyrir að vera töluverður eldur. Þannig við höfðum töluvert viðbragð. Við sendum vaktina og kölluðum út auka mannskap strax en svo sem betur fer var þetta minna þegar við komum að,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Lillý Skemmdirnar séu óverulegar en til standi að rífa frystihúsið. Hópur unglinga hafi verið þar inni þegar það kviknaði í. „Fimmtán og sextán ára að fikta í flugeldum litlum kínverjum og svoleiðis og misst það úr böndunum og eldurinn nær að læsa sig í einangrun að innan í húsinu.“ Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um að hann væri með reykeitrun. „Við vitum ekki alveg hvað þau voru mörg en þau voru þrjú hérna við komu slökkviliðs. Þau mega eiga það að þau hlupu nú ekki frá þessu heldur tilkynntu og létu vita og biðu eftir komu slökkviliðs og það má eiginlega segja að það hafi bjargað að það fór ekki verr.“ Mikilvægt sé að foreldrar fræði börnin sín um hætturnar af því að fikta með flugelda. „Talið við börnin og útskýrið fyrir þeim hætturnar og sýnið gott fordæmi.“ Rannsókn sem gerð var sýnir að á árunum 2010 til 2022 komu að meðaltali á hverju ári um tuttugu manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslyss en um fjórðungur var börn. „Þetta eru í langflestum tilfellum brunasár sem að koma af þessu en það eru samt ýmsir aðrir áverkar og þetta eru brunasár á hendur andlit og því miður svolítið af augnáverkum líka. Á þessu tímabili þá varð eitt banaslys vegna flugelda og þá voru nokkrir sem að höfðu misst sjón þannig þetta geta verið alvarlegir áverkar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku á Landspítalanum. Hjalti segir mikilvægt að fólk hugi vel að öryggi annað kvöld og noti flugeldagleraugu. „Þetta á að vera skemmtilegt kvöld en það er ekkert skemmtilegt við það að slasa sig. Ég minni öll á að fara varlega með flugelda en ekki síður fara varlega í hálkunni og sérstaklega fara varlega með notkun áfengis því að stór hluti af þeim sem þurfa að koma til okkar hér eru bara út af afleiðingum áfengis.“ Flugeldar Börn og uppeldi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um miðnætti að eldur hefði komið upp í gömlu frystihúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Við fyrstu lýsingar leit þetta út fyrir að vera töluverður eldur. Þannig við höfðum töluvert viðbragð. Við sendum vaktina og kölluðum út auka mannskap strax en svo sem betur fer var þetta minna þegar við komum að,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Lillý Skemmdirnar séu óverulegar en til standi að rífa frystihúsið. Hópur unglinga hafi verið þar inni þegar það kviknaði í. „Fimmtán og sextán ára að fikta í flugeldum litlum kínverjum og svoleiðis og misst það úr böndunum og eldurinn nær að læsa sig í einangrun að innan í húsinu.“ Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um að hann væri með reykeitrun. „Við vitum ekki alveg hvað þau voru mörg en þau voru þrjú hérna við komu slökkviliðs. Þau mega eiga það að þau hlupu nú ekki frá þessu heldur tilkynntu og létu vita og biðu eftir komu slökkviliðs og það má eiginlega segja að það hafi bjargað að það fór ekki verr.“ Mikilvægt sé að foreldrar fræði börnin sín um hætturnar af því að fikta með flugelda. „Talið við börnin og útskýrið fyrir þeim hætturnar og sýnið gott fordæmi.“ Rannsókn sem gerð var sýnir að á árunum 2010 til 2022 komu að meðaltali á hverju ári um tuttugu manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslyss en um fjórðungur var börn. „Þetta eru í langflestum tilfellum brunasár sem að koma af þessu en það eru samt ýmsir aðrir áverkar og þetta eru brunasár á hendur andlit og því miður svolítið af augnáverkum líka. Á þessu tímabili þá varð eitt banaslys vegna flugelda og þá voru nokkrir sem að höfðu misst sjón þannig þetta geta verið alvarlegir áverkar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku á Landspítalanum. Hjalti segir mikilvægt að fólk hugi vel að öryggi annað kvöld og noti flugeldagleraugu. „Þetta á að vera skemmtilegt kvöld en það er ekkert skemmtilegt við það að slasa sig. Ég minni öll á að fara varlega með flugelda en ekki síður fara varlega í hálkunni og sérstaklega fara varlega með notkun áfengis því að stór hluti af þeim sem þurfa að koma til okkar hér eru bara út af afleiðingum áfengis.“
Flugeldar Börn og uppeldi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira