Þetta mun sem sagt eiga við um það þegar dómarar fara VAR-sjánni svokölluðu til að meta eigin ákvarðanir, eða þegar grípa þarf inn í vegna rangstöðu eða þegar markaskorari snerti boltann óvart með hendi.
Samtök knattspyrnufélaga á Englandi og Wales, EFL, vilja með þessu reyna að bæta upplifun þeirra áhorfenda sem mæta á leikina og vilja vita betur hvað er að gerast hverju sinni.
Dómararnir munu hins vegar ekki þurfa að útskýra neinar aðrar ákvarðanir en þær sem kalla á að þeir fari í VAR-sjána. Stórar ákvarðanir á borð við rautt spjald eða vítaspyrnudóm þarf því ekki að útskýra ef að skoðun myndbandsdómara leiðir til þess að fyrsta ákvörðun dómara fær að standa.
In-stadium VAR announcements in Carabao Cup semis next week.
— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) December 30, 2024
Been embraced by the A-League this season (see vid)
- Only when referee goes to monitor OR factual overturns
- No VAR audio
- No explanation if no VAR overturn
READ: https://t.co/34i2QfolwGpic.twitter.com/ONNYS97IMY
Áhorfendur fá heldur ekki að heyra nein samskipti á milli dómara og myndbandsdómara, heldur aðeins hver lokaniðurstaðan er.
Það að dómarar tilkynni sínar ákvarðanir á leikvanginum, í gegnum hljóðnema, er þekkt til að mynda úr amerískum fótbolta og ruðningi. Þetta fyrirkomulag hefur áður verið prófað í fótbolta, til að mynda á HM kvenna árið 2023.
Undanúrslit enska deildabikarsins eru í tveggja leikja einvígum 7. og 8. janúar, og 5. og 6. febrúar, og þar mætast Arsenal og Newcastle annars vegar og Tottenham og Liverpool hins vegar.