Körfubolti

Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Martin Hermannsson leiddi sóknarleik heimamanna. 
Martin Hermannsson leiddi sóknarleik heimamanna.  Moritz Eden / City-Press GmbH Bildagentur via Getty Images

Martin Hermannsson endaði árið stigahæstur í 85-96 tapi Alba Berlin gegn Rostock Seawolves í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Martin var í byrjunarliðinu og spilaði 27 mínútur. Hann var stigahæstur í Alba með 25 stig og stoðsendingahæstur allra, með 3 gjafir. Bryce Hamilton var stigahæstur hjá gestunum með 37 stig.

Gestirnir voru með sjö stiga forystu eftir fyrsta leikhluta en Alba Berlin fjórum stigum yfir í hálfleik. Undir lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta áttu gestirnir annað gott áhlaup og tóku afgerandi forystu sem Alba vann aldrei aftur til baka.

Eftir sigur gegn botnliði Göttingen fyrir jól er Alba með fjóra deildarsigra á tímabilinu. Tapið í dag var það sjöunda og liðið situr í fjórtánda sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×