Enski boltinn

Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jhon Duran var brjálaður og sparkaði í brúsa. Það gæti skilað honum lengra banni en ella. 
Jhon Duran var brjálaður og sparkaði í brúsa. Það gæti skilað honum lengra banni en ella.  Ian MacNicol/Getty Images

Jhon Durán hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir slæma hegðun á hliðarlínunni eftir að hann var rekinn út af í leik Aston Villa gegn Newcastle. Durán er í þriggja leikja banni sem gæti orðið lengra.

Eftir leik sagði þjálfarinn Unai Emery að hann hafi ekki átt skilið rautt spjald. Aston Villa áfrýjaði líka spjaldinu og þriggja leikja banninu sem Durán fékk, en það bar ekki árangur.

Jhon Duran var rekinn af velli fyrir að stíga á Fabian Schar.Aston Villa/Aston Villa FC via Getty Images

Þess þá heldur hefur enska knattspyrnusambandið nú ákært Durán fyrir hegðun sem hann sýndi eftir að spjaldið var gefið. Þegar hann öskraði eitthvað á hliðarlínunni og lét vatnsbrúsasett liðsins finna fyrir reiði sinni.

Hann hefur þegar misst af leik gegn Brighton í gær og mun missa af leikjum gegn Leicester og West Ham, en verður aftur gjaldgengur þann 15. janúar ef enska knattspyrnusambandið ákveður að lengja bannið ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×