Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar 1. janúar 2025 09:01 Janúar er mánuður tímamóta í ýmsum skilningi. Vissulega fyrsti mánuður nýs árs, en líka mánuður endurskoðunar; mánuður nýrra áskorana og fyrirheita, sem meðal annars taka til heilsu og lífernis. Það hefur orðið sífellt vinsælla hjá fólki um allan heim að taka áfengisneyslu sína til endurskoðunar í janúarmánuði og taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa áfengisdrykkju um lengri eða skemmri tíma. Hjá sumum kann það að byggjast á þreytu eftir óvenju mikla áfengisdrykkju í kringum nýliðin jól og áramót. Hjá sumum liður í að bæta heilsuna eða koma betra standi á fjármálin með því að spara við sig það sem helst má missa sín. Hjá öðrum er áfengið farið að trufla daglegt líf og samskipti og einfaldlega standa í vegi fyrir að lífinu sé lifað til fulls. Undanfarin ár hafa samtökin Fræðsla og forvarnir, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og IOGT á Íslandi staðið að verkefninu Þurr janúar. Markmið verkefnisins er að veita þeim stuðning sem vilja taka áfengisneyslu sína til skoðunar og/eða ná betri stjórn á drykkju sinni. Á bak við verkefnið er sérstök vefsíða, www.eiginheilsa.is, með ýmsum gagnlegum upplýsingum og góðum ráðum, einnig fésbókarsíða og aðgangur að smáforriti sem auðveldar fólki að ná tilætluðum árangri. Í könnun sem samtökin létu gera í mars 2024 var meðal annars spurt um þátttöku fólks í Þurrum janúar. Þar sögðust hvorki meira né minna en 16 % aðspurðra (18 ára og eldri) hafa tekið þátt í Þurrum janúar það ár, 14% karla og 18% kvenna. Mest var þátttakan í aldurshópnum 18-29 ára, en í honum sögðust 24% hafa tekið þátt í Þurrum janúar. Áfengi er heilsuspillandi og í raun og veru telur hver dagur sem áfengisneyslu er sleppt. Þeir sem gefa líkamanum samfellt frí frá áfengi, jafnvel einungis í einn mánuð, lýsa ýmsum jákvæðum áhrifum af því. Meðal þess er að blóðsykur hefur lækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað, svefninn hefur batnað, fólk hefur lést og orðið orkumeira. Svo kostar sopinn sitt. Margir hafa einnig þá reynslu að eftir tímabundið bindindi hafi þeim tekist að núllstilla áfengisneyslu sína og náð betri tökum á henni til lengri tíma og endurmeta viðhorf sitt til áfengis. Eigi til dæmis auðveldara með að afþakka áfengi eða hætta neyslu þegar þeim hefur þótt nóg komið. Eða sleppa því alveg að drekka við ákveðnar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka þátt í Þurrum janúar hefur fólki tekist að breyta áfengisneyslu sinni til betri vegar, ýmist með því að hætta alveg drykkju eða drekka minna og sjaldnar yfir árið í heild. Að taka þátt í Þurrum janúar er einföld leið til að gera eitthvað jákvætt fyrir heilsu sína, temja sér nýjar venjur og ná betri stjórn á lífi sínu. Hvort sem tilgangurinn er að spara útgjöld, bæta heilsuna eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, er þátttaka í Þurrum janúar tækifæri til að endurskoða og endurnýja. Hver veit? Þú gætir jafnvel fundið að þú nýtur lífsins betur án áfengis. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ), félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Janúar er mánuður tímamóta í ýmsum skilningi. Vissulega fyrsti mánuður nýs árs, en líka mánuður endurskoðunar; mánuður nýrra áskorana og fyrirheita, sem meðal annars taka til heilsu og lífernis. Það hefur orðið sífellt vinsælla hjá fólki um allan heim að taka áfengisneyslu sína til endurskoðunar í janúarmánuði og taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa áfengisdrykkju um lengri eða skemmri tíma. Hjá sumum kann það að byggjast á þreytu eftir óvenju mikla áfengisdrykkju í kringum nýliðin jól og áramót. Hjá sumum liður í að bæta heilsuna eða koma betra standi á fjármálin með því að spara við sig það sem helst má missa sín. Hjá öðrum er áfengið farið að trufla daglegt líf og samskipti og einfaldlega standa í vegi fyrir að lífinu sé lifað til fulls. Undanfarin ár hafa samtökin Fræðsla og forvarnir, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og IOGT á Íslandi staðið að verkefninu Þurr janúar. Markmið verkefnisins er að veita þeim stuðning sem vilja taka áfengisneyslu sína til skoðunar og/eða ná betri stjórn á drykkju sinni. Á bak við verkefnið er sérstök vefsíða, www.eiginheilsa.is, með ýmsum gagnlegum upplýsingum og góðum ráðum, einnig fésbókarsíða og aðgangur að smáforriti sem auðveldar fólki að ná tilætluðum árangri. Í könnun sem samtökin létu gera í mars 2024 var meðal annars spurt um þátttöku fólks í Þurrum janúar. Þar sögðust hvorki meira né minna en 16 % aðspurðra (18 ára og eldri) hafa tekið þátt í Þurrum janúar það ár, 14% karla og 18% kvenna. Mest var þátttakan í aldurshópnum 18-29 ára, en í honum sögðust 24% hafa tekið þátt í Þurrum janúar. Áfengi er heilsuspillandi og í raun og veru telur hver dagur sem áfengisneyslu er sleppt. Þeir sem gefa líkamanum samfellt frí frá áfengi, jafnvel einungis í einn mánuð, lýsa ýmsum jákvæðum áhrifum af því. Meðal þess er að blóðsykur hefur lækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað, svefninn hefur batnað, fólk hefur lést og orðið orkumeira. Svo kostar sopinn sitt. Margir hafa einnig þá reynslu að eftir tímabundið bindindi hafi þeim tekist að núllstilla áfengisneyslu sína og náð betri tökum á henni til lengri tíma og endurmeta viðhorf sitt til áfengis. Eigi til dæmis auðveldara með að afþakka áfengi eða hætta neyslu þegar þeim hefur þótt nóg komið. Eða sleppa því alveg að drekka við ákveðnar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka þátt í Þurrum janúar hefur fólki tekist að breyta áfengisneyslu sinni til betri vegar, ýmist með því að hætta alveg drykkju eða drekka minna og sjaldnar yfir árið í heild. Að taka þátt í Þurrum janúar er einföld leið til að gera eitthvað jákvætt fyrir heilsu sína, temja sér nýjar venjur og ná betri stjórn á lífi sínu. Hvort sem tilgangurinn er að spara útgjöld, bæta heilsuna eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, er þátttaka í Þurrum janúar tækifæri til að endurskoða og endurnýja. Hver veit? Þú gætir jafnvel fundið að þú nýtur lífsins betur án áfengis. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ), félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun