Enski boltinn

Mark ársins strax á fyrsta degi?

Smári Jökull Jónsson skrifar
Leikmenn Wednesday fagna marki Windass.
Leikmenn Wednesday fagna marki Windass. Vísir/Getty

Aðeins einn dagur er liðinn af nýju ári en knattspyrnumaðurinn Josh Windass er nú þegar búinn að skora mark sem hlýtur að koma til greina sem eitt af mörkum ársins.

Josh Windass leikur með Sheffield Wednesday í ensku Championship-deildinni og er ekki þekktasta markið í brasanum. Hann er þó búinn að koma sér á blað hjá knattspyrnuáhugamönnum eftir mark sitt gegn Derby County í dag.

Markið kom á 61. mínútu leiksins en lið Wednesday vann þá boltann sem barst til Windass sem var staðsettur rétt fyrir aftan miðju á eigin vallarhelmingi. Hann sá að Jacob Widell Zetterström stóð framarlega í marki Derby og skaut að marki. Boltinn söng í netinu og snerti ekki jörðina á leið sinni í netið.

Windass kom Sheffield Wednesday í 2-0 með markinu en Wednesday vann leikinn að lokum 4-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×