Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 21:00 Þrettán af þeim fjórtán sem hljóta fálkaorðu að þessu sinni veittu þeim viðtöku á Bessastöðum í dag. Mynd/Eyþór Árnason Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur. Það voru sjö konur og sjö karlar sem voru sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum í dag, en þetta var í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir veitir riddarakrossinn eftir að hún tók við embætti forseta Íslands. Handhafar fálkaorðunnar að þessu sinni hafa fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnu-, íþrótta- og menningarlífi. Öll veittu þau orðunni viðtöku á Bessastöðum í dag að frátöldum Þóri Hergeirssyni handboltaþjálfara sem er staddur erlendis og mun veita henni viðtöku við tækifæri. Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótel Holts og næstelsti handhafi orðunnar að þessu sinni, hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar. „Þetta var heiður finnst mér en kom mér að óvart að sjálfsögðu. Ég segi alltaf að maður er bara að vinna vinnuna sína. En þetta setur pressu á mann líka að standa sig betur,“ segir Geirlaug um það að vera sæmd fálkaorðunni. Af hverju ert þú stoltust á þínum ferli, hvað stendur upp úr? „Veistu það að ég er bara ekki stolt af neinu. Það er bara þannig. Ég hef oft verið að hugsa þetta, það eru svo margir stoltir af sjálfum sér en ég held þetta sé ekki okkar hlutverk að vera stolt af okkur sjálfum heldur annarra,“ svarar Geirlaug. Það var einnig stórt ár sem leið hjá öðrum handhöfum riddarakross. „Við erum náttúrlega alveg á fullu núna að reyna að aðstoða úkraínumenn með kennslu, það snertir okkur mjög,“ segir Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem hlaut riddarakross fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála. Hvetja landsmenn til dáða Fótboltakonan Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig mikilvægt ár, bæði með félagsliði sínu, landsliðinu og með sínum nánustu. „Það er ótrúlega mikið þakklæti sem er efst í huga á svona degi,“ segir Glódís, sem hvetur landsmenn á þessum tímamótum til að vera ófeimin við að taka skrefið og prófa það sem mann langar. Geirlaug lumar einnig á nokkrum góðum ráðum til landsmanna. „Að njóta lífsins. Nú er ég orðin dálítið fullorðin og ég reyni. Gera skildur sínar, njóta lífsins og fá eitthvað út úr lífinu, er það ekki?“ segir Geirlaug létt í bragði. Fálkaorðan Tímamót Hótel á Íslandi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Það voru sjö konur og sjö karlar sem voru sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum í dag, en þetta var í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir veitir riddarakrossinn eftir að hún tók við embætti forseta Íslands. Handhafar fálkaorðunnar að þessu sinni hafa fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnu-, íþrótta- og menningarlífi. Öll veittu þau orðunni viðtöku á Bessastöðum í dag að frátöldum Þóri Hergeirssyni handboltaþjálfara sem er staddur erlendis og mun veita henni viðtöku við tækifæri. Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótel Holts og næstelsti handhafi orðunnar að þessu sinni, hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar. „Þetta var heiður finnst mér en kom mér að óvart að sjálfsögðu. Ég segi alltaf að maður er bara að vinna vinnuna sína. En þetta setur pressu á mann líka að standa sig betur,“ segir Geirlaug um það að vera sæmd fálkaorðunni. Af hverju ert þú stoltust á þínum ferli, hvað stendur upp úr? „Veistu það að ég er bara ekki stolt af neinu. Það er bara þannig. Ég hef oft verið að hugsa þetta, það eru svo margir stoltir af sjálfum sér en ég held þetta sé ekki okkar hlutverk að vera stolt af okkur sjálfum heldur annarra,“ svarar Geirlaug. Það var einnig stórt ár sem leið hjá öðrum handhöfum riddarakross. „Við erum náttúrlega alveg á fullu núna að reyna að aðstoða úkraínumenn með kennslu, það snertir okkur mjög,“ segir Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem hlaut riddarakross fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála. Hvetja landsmenn til dáða Fótboltakonan Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig mikilvægt ár, bæði með félagsliði sínu, landsliðinu og með sínum nánustu. „Það er ótrúlega mikið þakklæti sem er efst í huga á svona degi,“ segir Glódís, sem hvetur landsmenn á þessum tímamótum til að vera ófeimin við að taka skrefið og prófa það sem mann langar. Geirlaug lumar einnig á nokkrum góðum ráðum til landsmanna. „Að njóta lífsins. Nú er ég orðin dálítið fullorðin og ég reyni. Gera skildur sínar, njóta lífsins og fá eitthvað út úr lífinu, er það ekki?“ segir Geirlaug létt í bragði.
Fálkaorðan Tímamót Hótel á Íslandi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira