Sport

Úkraínska lands­liðið finnst hvergi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úkraínski skíðaskotfimimaðurinn Vitalii Mandzyn í keppni í vetur.
Úkraínski skíðaskotfimimaðurinn Vitalii Mandzyn í keppni í vetur. Getty/Christian Bruna

Nýja árið byrjar á svolítið sérstakan hátt í skíðaheiminum. Mótshaldarar á Tour de ski skíðamótinu skilja að minnsta kosti ekki hvað kom fyrir eitt keppnisliðið.

Úkraínska skíðalandsliðið átti að keppa í mótinu í gær, Nýársdag, en þau létu ekki sjá sig þegar keppnin átti að hefjast.

Enginn veit af hverju. „Þau hafa hreinlega horfið,“ skrifaði blaðamaður Expressen.

Blaðamaðurinn talað við Michal Lamplot, keppnisstjóra hjá Alþjóða skíðasambandinu.

„Ég veit ekki hvar þau eru. Þau létu ekki sjá sig. Stundum gleyma lið að láta okkur vita. Hver ástæðan var núna, veit ég ekki,“ sagði Lamplot.

„Það er engin regla um það að þau þurfi að láta okkur vita. En á svona degi og í svona keppni þá hefði það verið gott fyrir okkur að vita af þessu,“ sagði Lamplot en þetta var keppni með fjöldastarti.

Expressen reyndi að komast að því hvað varð um úkraínska liðið en komst lítið áleiðis í því.

Tour de ski keppnin er skíðagöngukeppni sem nær yfir nokkra daga í kringum áramótin. Úkraínumenn byrjuðu keppnina mjög illa í ár og voru í síðasta sæti fyrir keppnina á Nýársdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×