Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2025 19:31 Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar lumar á á ýmsum góðum ráðum. Vísir/Vilhelm Of margir ruglast á áramótaheitum og markmiðum. Margir setja sér ekki nægilega sértæk markmið um áramótin, sem eru ekki heldur endilega besti tíminn fyrir slíkt þrátt fyrir allt. Þetta segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar sem ræddi áramótaheitin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ingrid segir eðlilegt að flestir horfi til þess að gera upp gamla árið og líti til þess hvað það langi að gera öðruvísi á nýju ári. Mikilvægt sé þó að vera raunverulega tilbúinn í breytingar. Sértæk markmið skila árangri „Við megum heldur ekki rugla saman áramótaheitum og markmiðum af því að áramótaheit eru oft rosalega almenn og óljós. „Ég ætla að hreyfa mig meira“ og „ég ætla að vera betri manneskja eða kærleiksríkara foreldri,“ eða eitthvað slíkt. Það er ekki markmið það er ásetningur. Ingrid segir marga rugla þessu saman. Markmið séu sértækari. Í stað þess að heita því að hreyfa sig meira eigi að setja sér til dæmis það markmið að fara í ræktina þrisvar í viku. Hún segir það vera markmið, það sé hægt að mæla. Svo þurfi líka að huga að tilgangi markmiðanna. „Hver er tilganurinn? Ekki bara að setja sér markmið, eins og maður segir á þessum tíma ársins, þá flykkjast allir í ræktina, kaupa sér árskort. Það er kannski vegna þess að það er verið að auglýsa þetta en ekki endilega það sem mig langar að gera. Kannski er betra fyrir mig að fá mér hund, fara út í náttúruna og í göngutúr á hverjum degi. Maður þarf svolítið að hugsa: Af hverju er ég að gera þetta? Hefur þetta gildi fyrir mig?“ Óljósu markmiðin og of mörg markmið Ingrid segir algengustu mistökin sem fólk geri sé að setja sér óljós markmið sem ekki sé hægt að mæla. Svo geri margir þau mistök að setja sér of mörg markmið. „Ég ætla að hætta að drekka, hætta að reykja, byrja í ræktinni, líka að fara í nám. Það er of mikið, því markmiðasetning innifelur breytingu. Við þurfum að fórna einhverju, við þurfum að leggja eitthvað á okkur til að ná markmiði þannig það er fínt að taka bara eitt markmið fyrir í einu, ná því og setja sér síðan næsta markmið.“ Ingrid segir ýmsar leiðir til í myndinni. Sumir setji sér markmið eftir ársfjórðungum. Ein leið sé svo að minnka stóru markmiðin, gera minna í einu. „Við skrifum ekki bók í einu lagi. Við skrifum einn kafla eða eina blaðsíðu. Þannig það er líka hægt að taka stórt markmið og skipta því þá niður í minni einingar, viðráðanlegri einingar. Þannig að þá verður þetta stóra fjall sem er óviðráðanlegt allt í einu að góðu markmiði, af því að ég ætla að gera eitthvað lítið á hverjum degi eða hverri viku eða hverjum mánuði.“ Tímamót Heilsa Áramót Bítið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Þetta segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar sem ræddi áramótaheitin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ingrid segir eðlilegt að flestir horfi til þess að gera upp gamla árið og líti til þess hvað það langi að gera öðruvísi á nýju ári. Mikilvægt sé þó að vera raunverulega tilbúinn í breytingar. Sértæk markmið skila árangri „Við megum heldur ekki rugla saman áramótaheitum og markmiðum af því að áramótaheit eru oft rosalega almenn og óljós. „Ég ætla að hreyfa mig meira“ og „ég ætla að vera betri manneskja eða kærleiksríkara foreldri,“ eða eitthvað slíkt. Það er ekki markmið það er ásetningur. Ingrid segir marga rugla þessu saman. Markmið séu sértækari. Í stað þess að heita því að hreyfa sig meira eigi að setja sér til dæmis það markmið að fara í ræktina þrisvar í viku. Hún segir það vera markmið, það sé hægt að mæla. Svo þurfi líka að huga að tilgangi markmiðanna. „Hver er tilganurinn? Ekki bara að setja sér markmið, eins og maður segir á þessum tíma ársins, þá flykkjast allir í ræktina, kaupa sér árskort. Það er kannski vegna þess að það er verið að auglýsa þetta en ekki endilega það sem mig langar að gera. Kannski er betra fyrir mig að fá mér hund, fara út í náttúruna og í göngutúr á hverjum degi. Maður þarf svolítið að hugsa: Af hverju er ég að gera þetta? Hefur þetta gildi fyrir mig?“ Óljósu markmiðin og of mörg markmið Ingrid segir algengustu mistökin sem fólk geri sé að setja sér óljós markmið sem ekki sé hægt að mæla. Svo geri margir þau mistök að setja sér of mörg markmið. „Ég ætla að hætta að drekka, hætta að reykja, byrja í ræktinni, líka að fara í nám. Það er of mikið, því markmiðasetning innifelur breytingu. Við þurfum að fórna einhverju, við þurfum að leggja eitthvað á okkur til að ná markmiði þannig það er fínt að taka bara eitt markmið fyrir í einu, ná því og setja sér síðan næsta markmið.“ Ingrid segir ýmsar leiðir til í myndinni. Sumir setji sér markmið eftir ársfjórðungum. Ein leið sé svo að minnka stóru markmiðin, gera minna í einu. „Við skrifum ekki bók í einu lagi. Við skrifum einn kafla eða eina blaðsíðu. Þannig það er líka hægt að taka stórt markmið og skipta því þá niður í minni einingar, viðráðanlegri einingar. Þannig að þá verður þetta stóra fjall sem er óviðráðanlegt allt í einu að góðu markmiði, af því að ég ætla að gera eitthvað lítið á hverjum degi eða hverri viku eða hverjum mánuði.“
Tímamót Heilsa Áramót Bítið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira