Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen er heimsmeistari í hraðskák og deilir nú titlinum með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo. Getty/Misha Friedman Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. Carlsen mætti Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum á gamlársdag og að tillögu Carlsen, sem Nepo samþykkti, fengu þeir á endanum að deila heimsmeistaratitlinum. Staðan var þá jöfn í leik þeirra og þeir búnir að semja um þrjú jafntefli í röð. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann, sem lýsa mætti sem svörnum óvini Carlsen allt frá því að Carlsen sakaði Niemann um svindl árið 2022, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa harðlega ákvörðunina um jafnteflið í úrslitaleiknum. Kallað eftir rannsókn Niemann hefur einnig deilt myndbandi af því þegar Carlsen sagði við Nepo, áður en forráðamenn FIDE höfðu ákveðið sig varðandi beiðnina um jafntefli: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn meðal annars á Twitter. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu.“ Segir tístið frá Carlsen hafa skýrt málið Dvorkovich hefur nú tjáð sig um málið í samtali við norska ríkismiðilinn NRK og segir: „Þetta mál verður rætt af forystu FIDE en ég held að tístið frá Magnusi í gær hafi verið mikilvægt innlegg til að útskýra málið.“ „Persónulega er ég ekki hrifinn af refsingum,“ sagði Dvorkovich sem samkvæmt grein NRK var sá sem að tók ákvörðunina um að heimila jafntefli í úrslitaleiknum. Skák Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum Sjá meira
Carlsen mætti Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí, eða Nepo, í úrslitaleiknum á gamlársdag og að tillögu Carlsen, sem Nepo samþykkti, fengu þeir á endanum að deila heimsmeistaratitlinum. Staðan var þá jöfn í leik þeirra og þeir búnir að semja um þrjú jafntefli í röð. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann, sem lýsa mætti sem svörnum óvini Carlsen allt frá því að Carlsen sakaði Niemann um svindl árið 2022, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa harðlega ákvörðunina um jafnteflið í úrslitaleiknum. Kallað eftir rannsókn Niemann hefur einnig deilt myndbandi af því þegar Carlsen sagði við Nepo, áður en forráðamenn FIDE höfðu ákveðið sig varðandi beiðnina um jafntefli: „Ef þeir hafna þessu þá gerum við bara jafntefli þar til þeir gefast upp.“ Þetta segir Niemann kalla á rannsókn siðanefndar FIDE. „Ég trúi ekki að tveir keppendur sem með óvægnum hætti ásökuðu mig og reyndu að eyðileggja ferilinn minn skuli brjóta reglurnar opinberlega. Kaldhæðnin verður ekki verri,“ skrifaði Bandaríkjamaðurinn meðal annars á Twitter. Carlsen sá ástæðu til að svara fyrir sig á Twitter og skrifaði þar: „Ég hef aldrei á mínum ferli samþykkt jafntefli fyrir fram. Á þessu myndbandi er ég að grínast við Ian í aðstæðum þar sem vantar upp á reglur til að skera úr um sigurvegara. Þetta var augljóslega ekki tilraun til að hafa áhrif á FIDE. Orðin féllu í þeim anda að ég taldi að FIDE myndi samþykkja tillögu okkar. Ef eitthvað þá var þetta lélegur brandari í ljósi þessarar alvarlegu stöðu.“ Segir tístið frá Carlsen hafa skýrt málið Dvorkovich hefur nú tjáð sig um málið í samtali við norska ríkismiðilinn NRK og segir: „Þetta mál verður rætt af forystu FIDE en ég held að tístið frá Magnusi í gær hafi verið mikilvægt innlegg til að útskýra málið.“ „Persónulega er ég ekki hrifinn af refsingum,“ sagði Dvorkovich sem samkvæmt grein NRK var sá sem að tók ákvörðunina um að heimila jafntefli í úrslitaleiknum.
Skák Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum Sjá meira