Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­bolta­kvöld, ís­hokkí og píla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, betur þekktur sem Tóti Túrbó, og félagar í KR fá Tindastól í heimókn.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, betur þekktur sem Tóti Túrbó, og félagar í KR fá Tindastól í heimókn. Vísir/Diego

Það eru fimm beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Tveir leikir eru á dagskrá Bónus-deildar karla í körfubolta, að þeim loknum er Körfuboltakvöld á sínum stað og þá sýnum við beint frá pílu og íshokkí.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.20 tekur KR á móti Tindastól í stórleik vestur í bæ. Klukkan 21.05 er svo komið að Körfuboltakvöldi þar sem öll umferðin í Bónus deild karla verður gerð upp.

Vodafone Sport

Klukkan 19.55 er Matchroom Darts á dagskrá.

Klukkan 00.05 er leikur Panthers og Penguins í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.

Bónus deildin

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Egilsstöðum þar sem heimamenn í Hetti taka á móti Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×