Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 3. janúar 2025 13:49 Seltjarnarneskirkja á samnefndu Nesi. Vísir/Arnar Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að rukka ekki Seltirninga fyrir skírnir, hjónavígslur og útfarir. „Aukin og betri þjónusta fyrir fólkið á Seltjarnarnesi,“ segir Bjarni Þór í færslu í Facebook-hópnum sem vakið hefur mikla athygli. Íbúar á Nesinu fagna framtakinu. Hann segir að verði hann beðinn um skírn, hjónavígslu eða útför þá þurfi fólk ekki að greiða viðmiðunargjald Prestafélags Íslands vegna þeirra. Hann segir það ekki tíðkast í Englandi að taka gjald fyrir slíkar athafnir en þar var hann prestur í nokkur ár. Sú reynsla hafi mótað hann. „Mig langaði að reyna að þjóna fólkinu betur. Þetta er búið að blunda í mér nokkuð lengi,“ segir Bjarni Þór. Samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands kosta athafnir mismikið eftir því hvort að þær eru framkvæmdar á dagvinnutíma eða utan hans. Samkvæmt gjaldskránni kostar skírn 8 til 17 þúsund krónur, hjónavígsla 16 til 24 þúsund krónur, kistulagning 9 til 18 þúsund krónur, útför 36 til 43 þúsund krónur og jarðsetning duftkers 17 þúsund krónur. Athafnirnar muni ekki kosta neitt leiti fólk til Bjarna Þórs. Umræða um gjöld presta fyrir athafnir eru ekki nýjar af nálinni. Á kirkjuþingi árið 2021 var lögð fram tillaga um að afnema gjaldtöku fyrir aukaverk presta. Tillögusmiðum þótti laun presta það há miðað við margar stéttir í samfélaginu að óeðlilegt væri að rukka líka sérstaklega fyrir hverja athöfn. „Vígð þjónusta kirkjunnar á ávallt að vera grundvölluð á kristilegum kærleika og sem mest án hindrana fyrir fólk. Það er tímaskekkja og fráhrindandi ásýnd kirkjulegrar þjónustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning vegna þjónustu sinnar. Þetta dregur mjög úr trúverðugleika kirkjulegrar þjónustu. Einkum er þetta slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða,“ sagði í tillögu Stefáns Magnússonar, Anný Ingimarsdóttur, Árnýjar Herbertsdóttur og Margrétar Eggertsdóttur. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, var meðal þeirra sem gerði alvarlegar athugasemdir við tillöguna. „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt.“ Þá sagði séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Var tillagan felld. Þjóðkirkjan Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Aukin og betri þjónusta fyrir fólkið á Seltjarnarnesi,“ segir Bjarni Þór í færslu í Facebook-hópnum sem vakið hefur mikla athygli. Íbúar á Nesinu fagna framtakinu. Hann segir að verði hann beðinn um skírn, hjónavígslu eða útför þá þurfi fólk ekki að greiða viðmiðunargjald Prestafélags Íslands vegna þeirra. Hann segir það ekki tíðkast í Englandi að taka gjald fyrir slíkar athafnir en þar var hann prestur í nokkur ár. Sú reynsla hafi mótað hann. „Mig langaði að reyna að þjóna fólkinu betur. Þetta er búið að blunda í mér nokkuð lengi,“ segir Bjarni Þór. Samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands kosta athafnir mismikið eftir því hvort að þær eru framkvæmdar á dagvinnutíma eða utan hans. Samkvæmt gjaldskránni kostar skírn 8 til 17 þúsund krónur, hjónavígsla 16 til 24 þúsund krónur, kistulagning 9 til 18 þúsund krónur, útför 36 til 43 þúsund krónur og jarðsetning duftkers 17 þúsund krónur. Athafnirnar muni ekki kosta neitt leiti fólk til Bjarna Þórs. Umræða um gjöld presta fyrir athafnir eru ekki nýjar af nálinni. Á kirkjuþingi árið 2021 var lögð fram tillaga um að afnema gjaldtöku fyrir aukaverk presta. Tillögusmiðum þótti laun presta það há miðað við margar stéttir í samfélaginu að óeðlilegt væri að rukka líka sérstaklega fyrir hverja athöfn. „Vígð þjónusta kirkjunnar á ávallt að vera grundvölluð á kristilegum kærleika og sem mest án hindrana fyrir fólk. Það er tímaskekkja og fráhrindandi ásýnd kirkjulegrar þjónustu að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning vegna þjónustu sinnar. Þetta dregur mjög úr trúverðugleika kirkjulegrar þjónustu. Einkum er þetta slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða,“ sagði í tillögu Stefáns Magnússonar, Anný Ingimarsdóttur, Árnýjar Herbertsdóttur og Margrétar Eggertsdóttur. Sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, séra Þorgeir Arason, var meðal þeirra sem gerði alvarlegar athugasemdir við tillöguna. „Með þessari tillögu er einfaldlega gert ráð fyrir að þessi hluti af launakjörum presta sé felldur niður og hvergi getið um að nokkur önnur kjarauppbót komi í staðinn. Ekki veit ég um neina starfsstétt með snefil af sjálfsvirðingu sem myndi fella sig við slíkt.“ Þá sagði séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, að „engin stétt geti fallist á kjaraskerðingu eins og hér er boðuð,“ og að kristilegur kærleikur sé ekkert minni í þjónustunni þó að prestur fái laun fyrir. Var tillagan felld.
Þjóðkirkjan Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira