Slæmt gengi Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu heldur áfram en liðið náði aðeins jafntefli gegn lánlausu liði Crystal Palace. Lokatölur í Lundúnum 1-1 að þessu sinni.
Cole Palmer kom gestunum í Chelsea yfir eftir rétt rúman stundarfjórðung eftir sendingu frá Jadon Sancho. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og gestirnir með forystu þegar síðari hálfleikur hófst.
Þegar átta mínútur voru til leiksloka skoraði Jean-Philippe Mateta fyrir heimamenn eftir undirbúning Eberechi Eze og staðan orðin 1-1, reyndust það lokatölur leiksins.
Chelsea er nú með 36 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan Crystal Palace er með 21 stig í 15. sæti.
Önnur úrslit
- Aston Villa 2-1 Leicester City
- Bournemouth 1-0 Everton
- Southampton 0-5 Brentford