Sport

Dag­skráin í dag: Toppslagur í NBA, loka­um­ferð NFL, Grinda­vík og margt fleira

Íþróttadeild Vísis skrifar
Shai Gilgeous-Alexander er einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í dag.
Shai Gilgeous-Alexander er einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í dag. EPA-EFE/ADAM DAVIS

Alls eru tólf meinar útsendingar á dagskrá rása Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Allt frá efstu deild karla í fótbolta í Skotlandi til þáttanna um Grindavík, NFL og sannkallaðs stórleiks í NBA-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 15.50 er leikur Vals og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta á dagskrá.

Klukkan 20.00 er nýjasti þátturinn af Grindavík á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17.55 hefst leikur Atlanta Falcons og Carolina Panthers í NFL-deildinni. Klukkan 21.20 er leikur Denver Broncos og meistara Kansas City Chiefs á dagskrá. Um er að ræða síðustu umferð deildarkeppni NFL-deildarinnar.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17.55 er NFL Red Zone á dagskrá. Þar verður fylgst með öllum leikjum dagsins.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 20.30 er stórleikur Oklahoma City Thunder og meistara Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í beinni. Um er að ræða tvö af bestu þremur liðum deildarinnar í dag.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.05 er leikur Keflavíkur og Vals í Bónus deild kvenna í körfubolta á dagskrá.

Klukkan 21.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 11.55 hefst útsending frá Skotlandi þar sem Hibernian tekur á móti Rangers í efstu deild karla í knattspyrnu þar í landi.

Klukkan 14.55 hefst útsending frá Sunderland þar sem heimamenn mæta Portsmouth í ensku B-deild karla í knattspyrnu.

Klukkan 20.05 er leikur Blackhawks og Rangers í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá. Klukkan 23.05 er leikur Hurricanes og Penguins í sömu deild á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×