Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 12:00 Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Prófessor í hagfræði leggur til fyrir nýja ríkisstjórn að veita fólki sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig og vertakafyrirtækjum í byggingargeiranum skattalegar ívilnanir til að ná enn frekari tökum á verðbólgunni og vöxtum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mætti í Sprengisand í morgun og ræddi fýsileika áforma ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur þegar það kemur að því að ná tökum á vöxtum og verðbólgu. Gylfi bendir á að í raun sé verðbólga ekki svo há án húsnæðisliðarins eða um 2,8 prósent. Ekki sé þó ráðlagt að taka húnsæðisliðinn út. Miðað við alþjóðlegan mælikvarða séu lífskjör á Íslandi mjög góð. „Það er mikill tekjujöfnuður í landinu og lítil fátækt ef þú lítur bara á tekjur, en það er tvennt sem að skerðir lífskjörin og annað er það sem þú ert að tala um sem er hátt verð á húsnæði, háir vextir og hitt er staða menntamála.“ Til að bæta vaxtakerfið hér á landi leggur Gylfi til að hér verði tekin upp svokölluð stöðugleikaregla í ríkisfjármálum sem myndi verða til þess að ríkið yrði rekið með afgangi þegar uppsveifla er í hagkerfinu en halla í niðursveiflu. Önnur tillaga Gylfa snýr að því að skapa skattalegar ívilnanir fyrir fólk. „Núna verður ríkið fyrir gríðarlegum fjárútlátum vegna hárra vaxta. En til þess að spara sér vaxta útgjöldin, að búa til skattalegar ívilnanir á bundnum sparifjárreikningum. Svo að það fólk sem hefur borð fyrir báru sjái sér hag í því að leggja peninga til hliðar og spara og þá eru vextirnir ekki skattlagðir.“ Gylfi segist lítast vel á áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skammtímaleigu til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu sem að hans mati hækki húsnæðisverð. Hann ítrekar mikilvægi stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Núna þegar vextir eru hækkaðir er minna byggt af húsnæði og síðan þegar vextir koma niður er meiri eftirspurn eftir húsnæði. Við stungum upp á að verktakafyrirtækjum yrði gefin einhvers kona skattaleg ívilnun á svona hávaxtatíma til að byggja hagkvæmt ódýrt húsnæði.“ Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mætti í Sprengisand í morgun og ræddi fýsileika áforma ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur þegar það kemur að því að ná tökum á vöxtum og verðbólgu. Gylfi bendir á að í raun sé verðbólga ekki svo há án húsnæðisliðarins eða um 2,8 prósent. Ekki sé þó ráðlagt að taka húnsæðisliðinn út. Miðað við alþjóðlegan mælikvarða séu lífskjör á Íslandi mjög góð. „Það er mikill tekjujöfnuður í landinu og lítil fátækt ef þú lítur bara á tekjur, en það er tvennt sem að skerðir lífskjörin og annað er það sem þú ert að tala um sem er hátt verð á húsnæði, háir vextir og hitt er staða menntamála.“ Til að bæta vaxtakerfið hér á landi leggur Gylfi til að hér verði tekin upp svokölluð stöðugleikaregla í ríkisfjármálum sem myndi verða til þess að ríkið yrði rekið með afgangi þegar uppsveifla er í hagkerfinu en halla í niðursveiflu. Önnur tillaga Gylfa snýr að því að skapa skattalegar ívilnanir fyrir fólk. „Núna verður ríkið fyrir gríðarlegum fjárútlátum vegna hárra vaxta. En til þess að spara sér vaxta útgjöldin, að búa til skattalegar ívilnanir á bundnum sparifjárreikningum. Svo að það fólk sem hefur borð fyrir báru sjái sér hag í því að leggja peninga til hliðar og spara og þá eru vextirnir ekki skattlagðir.“ Gylfi segist lítast vel á áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skammtímaleigu til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu sem að hans mati hækki húsnæðisverð. Hann ítrekar mikilvægi stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Núna þegar vextir eru hækkaðir er minna byggt af húsnæði og síðan þegar vextir koma niður er meiri eftirspurn eftir húsnæði. Við stungum upp á að verktakafyrirtækjum yrði gefin einhvers kona skattaleg ívilnun á svona hávaxtatíma til að byggja hagkvæmt ódýrt húsnæði.“
Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira