Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 12:00 Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Prófessor í hagfræði leggur til fyrir nýja ríkisstjórn að veita fólki sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig og vertakafyrirtækjum í byggingargeiranum skattalegar ívilnanir til að ná enn frekari tökum á verðbólgunni og vöxtum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mætti í Sprengisand í morgun og ræddi fýsileika áforma ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur þegar það kemur að því að ná tökum á vöxtum og verðbólgu. Gylfi bendir á að í raun sé verðbólga ekki svo há án húsnæðisliðarins eða um 2,8 prósent. Ekki sé þó ráðlagt að taka húnsæðisliðinn út. Miðað við alþjóðlegan mælikvarða séu lífskjör á Íslandi mjög góð. „Það er mikill tekjujöfnuður í landinu og lítil fátækt ef þú lítur bara á tekjur, en það er tvennt sem að skerðir lífskjörin og annað er það sem þú ert að tala um sem er hátt verð á húsnæði, háir vextir og hitt er staða menntamála.“ Til að bæta vaxtakerfið hér á landi leggur Gylfi til að hér verði tekin upp svokölluð stöðugleikaregla í ríkisfjármálum sem myndi verða til þess að ríkið yrði rekið með afgangi þegar uppsveifla er í hagkerfinu en halla í niðursveiflu. Önnur tillaga Gylfa snýr að því að skapa skattalegar ívilnanir fyrir fólk. „Núna verður ríkið fyrir gríðarlegum fjárútlátum vegna hárra vaxta. En til þess að spara sér vaxta útgjöldin, að búa til skattalegar ívilnanir á bundnum sparifjárreikningum. Svo að það fólk sem hefur borð fyrir báru sjái sér hag í því að leggja peninga til hliðar og spara og þá eru vextirnir ekki skattlagðir.“ Gylfi segist lítast vel á áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skammtímaleigu til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu sem að hans mati hækki húsnæðisverð. Hann ítrekar mikilvægi stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Núna þegar vextir eru hækkaðir er minna byggt af húsnæði og síðan þegar vextir koma niður er meiri eftirspurn eftir húsnæði. Við stungum upp á að verktakafyrirtækjum yrði gefin einhvers kona skattaleg ívilnun á svona hávaxtatíma til að byggja hagkvæmt ódýrt húsnæði.“ Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mætti í Sprengisand í morgun og ræddi fýsileika áforma ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur þegar það kemur að því að ná tökum á vöxtum og verðbólgu. Gylfi bendir á að í raun sé verðbólga ekki svo há án húsnæðisliðarins eða um 2,8 prósent. Ekki sé þó ráðlagt að taka húnsæðisliðinn út. Miðað við alþjóðlegan mælikvarða séu lífskjör á Íslandi mjög góð. „Það er mikill tekjujöfnuður í landinu og lítil fátækt ef þú lítur bara á tekjur, en það er tvennt sem að skerðir lífskjörin og annað er það sem þú ert að tala um sem er hátt verð á húsnæði, háir vextir og hitt er staða menntamála.“ Til að bæta vaxtakerfið hér á landi leggur Gylfi til að hér verði tekin upp svokölluð stöðugleikaregla í ríkisfjármálum sem myndi verða til þess að ríkið yrði rekið með afgangi þegar uppsveifla er í hagkerfinu en halla í niðursveiflu. Önnur tillaga Gylfa snýr að því að skapa skattalegar ívilnanir fyrir fólk. „Núna verður ríkið fyrir gríðarlegum fjárútlátum vegna hárra vaxta. En til þess að spara sér vaxta útgjöldin, að búa til skattalegar ívilnanir á bundnum sparifjárreikningum. Svo að það fólk sem hefur borð fyrir báru sjái sér hag í því að leggja peninga til hliðar og spara og þá eru vextirnir ekki skattlagðir.“ Gylfi segist lítast vel á áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skammtímaleigu til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu sem að hans mati hækki húsnæðisverð. Hann ítrekar mikilvægi stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Núna þegar vextir eru hækkaðir er minna byggt af húsnæði og síðan þegar vextir koma niður er meiri eftirspurn eftir húsnæði. Við stungum upp á að verktakafyrirtækjum yrði gefin einhvers kona skattaleg ívilnun á svona hávaxtatíma til að byggja hagkvæmt ódýrt húsnæði.“
Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira