Enski boltinn

„Verðum að halda á­fram og við munum gera það“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vill sjá sína menn læra af leik dagsins og halda áfram veginn.
Vill sjá sína menn læra af leik dagsins og halda áfram veginn. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

„Þetta hefði getað endað verr ef við erum hreinskilnir,“ sagði Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, eftir jafntefli liðsins við erkifjendur sína í Manchester United.

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildar karla og er eitt af bestu liðum Evrópu um þessar mundir. Það sama verður ekki sagt um gesti dagsins sem koma frá rauða hluta Manchester-borgar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en gestirnir hefðu getað stolið sigrinum í blálokin.

„Þeir fengu frábært færi í blálokin sem hefði getað gert þetta mun verra fyrir okkur. Ég er mjög svekktur yfir því að tapa stigum á heimavelli en við verðum að halda áfram og við munum gera það.“

„Við komumst 2-1 yfir, þá snýst þetta um að stjórna leiknum og halda boltanum lengur en í aðeins 3-4 sendingar. Við töpuðum boltanum of auðveldlega og vorum opnari til baka en við viljum vera. Við erum ekki fullkomnir, við erum enn að læra og verðum að læra af þessari frammistöðu.“

„Það er aðeins í fjölmiðlum, það hefur ekkert að gera með okkur. Við undirbjuggum okkur vel og reiknuðum með erfiðum leik, sem við sáum að var niðurstaðan í dag,“ sagði miðvörðurinn aðspurður hvort leikmenn Liverpool hefðu vanmetið andstæðinginn sem hefur átt erfitt uppdráttar.

„Við horfum aðeins í næsta leik, við horfum ekki á töfluna,“ sagði Van Dijk að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×