Körfubolti

Unnu fimm­tánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heim­sókn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander fór mikinn gegn Boston Celtics.
Shai Gilgeous-Alexander fór mikinn gegn Boston Celtics. getty/Joshua Gateley

Oklahoma City Thunder setti félagsmet með því að vinna fimmtánda leik sinn í röð þegar meistarar Boston Celtics komu í heimsókn í nótt. Lokatölur 105-92, OKC í vil.

Shai Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar í liði Oklahoma sem vann 4. leikhlutann, 29-12. Boston skoraði aðeins 27 stig í seinni hálfleiknum.

Þruman er langefst í Vesturdeildinni með þrjátíu sigra og fimm töp. Celtics er í 2. sæti Austurdeildarinnar með 26 sigra og tíu töp.

Cleveland Cavaliers gengur einnig allt í haginn en liðið hefur unnið tíu leiki í röð, allavega með að minnsta kosti tíu stiga mun. Cavs er á toppi Austurdeildarinnar með 31 sigur og fjögur töp.

Cleveland sigraði Charlotte Hornets í nótt, 115-105. Darius Garland skoraði 25 stig fyrir Cavs og Jarrett Allen var með nítján stig og ellefu fráköst. Hann hitti úr níu af tíu skotum sínum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×