Lífið

Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ásett verð var 239 milljónir þegar húsið var sett á sölu í nóvember.
Ásett verð var 239 milljónir þegar húsið var sett á sölu í nóvember.

Hjónin Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og eiginkona hans, Úlla Káradóttir, seldu einbýlishús sitt að Freyjugötu 37 í Reykjavík á 219 milljónir króna. Um er að 312 fermetra eign í hjarta miðbæjarins með Hallgrímskirkju og Skólavörðustíg í bakgarðinum.

Kaupendurnir eru Helga Garðarsdóttir, verkefnastjóri hjá KPMG, og Jóhann Gylfi Kristinsson. Kaupsamningur var undirritaður þann 12. desember síðastliðinn. Þegar húsið var auglýst til sölu í nóvember síðastliðinn var ásett verð fyrir eignina 239 milljónir.

Húsið var teiknað af Guðmundi H. Þorlákssyni byggingarmeistara árið 1933.  Eignin er á þremur hæðum með möguleika á þeirri fjórðu. Auk þess er tuttugu fermetra bílskúr við húsið auk 55,9 fermetra útihúss sem mætti breyta í íbúðarhúsnæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.