Körfubolti

„Er þetta einn af þreyttustu leik­mönnunum í NBA?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjórmenningarnir ræddu endurkomu Kawhi þegar þátturinn var tekinn upp í hádeginu í dag.
Fjórmenningarnir ræddu endurkomu Kawhi þegar þátturinn var tekinn upp í hádeginu í dag.

Kawhi Leonard, leikmaður Los Angeles Clippers, er mættur aftur út á gólfið eftir meiðsli. Endurkoma hans verður til umræðu í Lögmáli leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.

„Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA. Eru ekki allir komnir með nóg af þessu?,“ spurði Leifur Steinn einn af sérfræðingum þáttarins.

„Ef hann kemst í gang og er heill þá er hann frábær og gæti verið besti maðurinn vallarins í úrslitakeppninni,“ segir Leifur en Leonard kom til baka í NBA-deildinni í leik gegn Atlanta Hawks. Þar lék hann í nítján mínútur og gerði 12 stig.

Hér að neðan má sjá umræðuna um leikmanninn en þátturinn verður á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld. 

Klippa: Umræðan um endurkomu Kawhi Leonard



Fleiri fréttir

Sjá meira


×