Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 19:31 Will Zalatoris og Cameron Davis gerðu klaufaleg mistök og var líka refsað fyrir það. Getty/Tracy Wilcox/Sarah Stier Atvinnukylfingarnir Cameron Davis og Will Zalatoris gerðu afdrifarík mistök á Sentry golfmótinu á Havaí um helgina. Menn hafa nú reiknað að mistökin hafi kostað þá samanlagt meira en þrjú hundruð þúsund Bandaríkjadali eða meira en 47 milljónir króna. BBC segir frá. Mistökin urðu á fimmtándu holu á lokahringnum. Þeir slógu þá fyrir mistök golfbolta hvors annars. Báðir fengu þeir tvö högg í víti fyrir vikið. Þeir voru að slá sitt þriðja högg á holunni þegar þeir rugluðust á boltum. Regluverðir mótsins létu þá endurtaka þriðja höggið en það var ekki lengur þriðja höggið þeirra heldur það fimmta. Án þess að fá þessa tveggja högga refsingu þá hefðu þeir Davis og Zalatoris unnið sér inn samtals 339 þúsund Bandaríkjadölum meira eða 47,5 milljónum meira talið í íslenskum krónum. Davis endaði á því að spila á 22 höggum undir pari og hann fékk vissulega 410 þúsund dali í verðlaunafé eða 57,5 milljónir. Hann hefði fengið rúmlega 715 þúsund dali án refsihögganna sem eru meira en hundrað milljónir króna. Zalatoris spilaði á 19 höggum undir pari og fékk 163 þúsund dali í verðlaunafé eða 22,9 milljónir. Án refsingarinnar hefði hann fengið 283 þúsund dali eða 39,7 milljónir. Japaninn Hideki Matsuyama vann mótið. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Menn hafa nú reiknað að mistökin hafi kostað þá samanlagt meira en þrjú hundruð þúsund Bandaríkjadali eða meira en 47 milljónir króna. BBC segir frá. Mistökin urðu á fimmtándu holu á lokahringnum. Þeir slógu þá fyrir mistök golfbolta hvors annars. Báðir fengu þeir tvö högg í víti fyrir vikið. Þeir voru að slá sitt þriðja högg á holunni þegar þeir rugluðust á boltum. Regluverðir mótsins létu þá endurtaka þriðja höggið en það var ekki lengur þriðja höggið þeirra heldur það fimmta. Án þess að fá þessa tveggja högga refsingu þá hefðu þeir Davis og Zalatoris unnið sér inn samtals 339 þúsund Bandaríkjadölum meira eða 47,5 milljónum meira talið í íslenskum krónum. Davis endaði á því að spila á 22 höggum undir pari og hann fékk vissulega 410 þúsund dali í verðlaunafé eða 57,5 milljónir. Hann hefði fengið rúmlega 715 þúsund dali án refsihögganna sem eru meira en hundrað milljónir króna. Zalatoris spilaði á 19 höggum undir pari og fékk 163 þúsund dali í verðlaunafé eða 22,9 milljónir. Án refsingarinnar hefði hann fengið 283 þúsund dali eða 39,7 milljónir. Japaninn Hideki Matsuyama vann mótið. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira