Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan 12. desember og í viðtali sagðist hann vera tilbúinn fyrir nýja áskorun.
Milan hefur áhuga á að fá þennan 27 ára framherja á láni en til að það verði að veruleika þarf United að greiða stóran hluta launa hans. Rashford er launahæsti leikmaður United en hann fær 365 þúsund pund í vikulaun.
Thiago Motta, knattspyrnustjóri Juventus, hefur áhuga á að endurnýja kynnin við Zirkzee en hann lék undir hans stjórn hjá Bologna. United keypti Zirkzee fyrir tímabilið en hann hefur ekki fundið fjölina sína á Old Trafford.
Zirkzee hefur skorað fjögur mörk í 27 leikjum fyrir United í öllum keppnum í vetur.
United gerði 2-2 jafntefli við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Rauðu djöflarnir eru í 13. sæti hennar með 23 stig.