Maciej var í jólafríi með foreldrum sínum og systur þegar ekið var á hann þar sem fjölskyldan var á göngu í bænum Nola, nærri Napólí. Bálför var haldin úti á Ítalíu en Maciej verður lagður til hinstu hvílu heima á Íslandi nú á laugardag.
Foreldrar og systir Maciej komu heim til Íslands um helgina, eftir að hafa þurft að framlengja Ítalíudvölina og ganga þar frá lausum endum.
Fjölskyldan er pólsk en flutti til Íslands árið 2018 og settist að í Árbæ í Reykjavík. Macije var í fimmta bekk í Árbæjarskóla og æfði fótbolta með Fylki. Vinkona fjölskyldunnar lýsti honum sem ljúfum og hæfileikaríkum dreng, vinamörgum og brosmildum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sem horfa má á hér fyrir neðan.